Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Opinn fyrirlestur og umræður um samfélagssýn og gildi Thomas Jefferson höfundar sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna:

  "Thomas Jefferson Today"

Með þessu bréfi viljum við bjóða þér nk. laugardag kl. 11- ca. 13.00 á fyrirlestur Eric Petersen um samfélagssýn og gildi Thomas Jeffersons, þriðja forseta Bandaríkjanna  og höfund sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna.

Fyrirlesturinn ber yfirskriftina"Thomas Jefferson Today". Í aðdraganda forsetakosninganna í Ameríku er áhugavert að fjalla um sýn Thomas Jeffersons, höfundar sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna,  á lýðræði, umburðarlyndi og mannréttindi og leitast við að svara þeirri spurningu hvort og hvernig sýn hans eigi erindi við okkar samtíma.

Fyrirlesturinn, sem er öllum opinn,  fer fram í Odda, Háskóla Íslands, stofu 101. Fundinum stýrir dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor. Að loknum fyrirlestrinum mun Eric Peterson, Herdís, Jón Baldvin Hannibalsson fv. utanríkisráðherra ofl. ræða hugmyndaarfleifð Thomas Jefferson, auk þess sem fyrirlesarinn mun svara fyrirspurnum.

Thomas Jefferson er álitinn einn merkasti hugsuður Bandaríkjanna um þjóðfélagsmál ogskoðanir hans eiga að margra mati fullt erindi inn í samtímann. Fræg eru ummæli  John F. Kennedys þegar hann tók á móti hópi Nóbelsverðlaunahafa í  kvöldverðarboð í Hvíta Húsinu þar sem hann sagði: "Ég held að það hafi ekki verið meira mannvit hér saman komið, síðan Thomas Jefferson borðaðihér einn"

Fyrirlesarinn Eric Petersen er lögfræðingur og hann varði yfir 10 árum í að fara yfir ræður, skjöl og meira en 20.000 bréf Thomas Jeffersons áður en hann tók saman bókina "Light and Liberty, Reflections on the Pursuit of Happiness" þar sem hugsun Jefferson er sett fram með orðum hans sjálfs. Þessi bók hefur fengið einkar góðar viðtökur og  einróma lof gagnrýnenda.  Erik Petersen hefur á liðnum árum haldið fjölda fyrirlestra um Jefferson og efni bókar sinnar.

Á undan fyrirlestrinum bjóðum við upp á kaffi ogmeðlæti í anddyri Odda frá kl. 10.30.

Við vonum að þú sjáir þér fært að mæta.

Með góðri kveðju,

Hópur áhugafólks um Thomas Jefferson,

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands,

Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi.


Er fagmennska höfð að leiðarljósi í samgöngumálum til Eyja?

Það hefur vakið undrun mína að fylgjast með framvindu samgöngumála Vestmanneyjinga.  Veðurfarslega er eyjan illa sett, þar liggja niðri flugsamgöngur svo dögum skipti og þurfa því eyjaskeggjar að treysta á flutninga með ferju til lands. 

Ferjan sem nú er í notkun er orðin löngu úrelt, hefur ekki þá flutningsgetu sem nauðsynleg er, sein í ferðum og ekki það sjóskip sem treysta má á því þarf oft að aflýsa ferðum hennar. 

Jarðgangagerð gæti verið besta lausnin en ekki hefur fengist fjárframlög til þess að gera rannsóknir á þeim framkvæmdum. 

Sú lausn sem hefur hlotið mest brautargengi hjá ríkisstjórninni er sú að byggja höfn við Bakkafjöru, en þangað er styðst að fara upp á land í beina línu frá Vestmannaeyjum.  Landfræðilega er slík lausn ekki ákjósanleg vegna þess að út frá fjörunni liggur berghryggur og í framhaldi af honum er mikið sandsker sem liggur á 3,7 m dýpi.  Það þýðir að hættu ástand myndast við aðkomu að höfninni þegar ölduhæð nær 3,7 metrum og ekki fært að væntanlegri höfn.  Það sem af er þessu ári eru 20 dagar búnir að vera ófærir skv. þessari skilgreiningu.

En verði það úr að bryggja verði byggð á Bakkafjöru er annað ljón í veginum, en það er hinn stórhættulegi manndrápsvegur er liggur um Suðurland til höfuðborgarsvæðisins.  Núverandi vegur niður í Landeyjar er varla annað en troðningar og þarf að byrja á því að ráðast í kostnaðarsamar vegaframkvæmdi upp að þjóðvegi 1, sem annar engan vegin þeim flutningum sem um hann fara.

Viti meira væri að kanna til hlitar hvort jarðgöng væri sá kostur sem menn hyggja og í milli tíðinni að kaupa stærri ferju sem gæti notað höfnina í Þorlákshöfn, líkt og verið hefur. 


Lífrænn landbúnaður, er það eitthvað sem koma skal?

Almenningur hefur vaknað til vitundar um það hversu mikilvægt það er heilsu sinni að neyta fæðu sem er holl og laus við eiturefni.  Þá er ég ekki aðeins að tala um íslensku þjóðina heldur heiminn allann.  Vísindamenn hafa bent á tengsl á milli þess að neyta fæðu með aukaefnum í og heilsufarslega vandamála. 

Snúi almenningur sér að því að neyta slíkrar fæðu batrar lýðheilsa landsmanna umtalsvert og leiðir til beins hagnar í formi betri vinnunýtingu, minni heilsugæslu og svo frv.  Sparnaður fyrir samfélagið í heild af breyttri neysluhegðan hefur ekki verið reiknaður út, en er vissulega forvitnileg stærð.

Hér er sóknartækifæri fyrir hinn íslenska bónda sem gæti með því að nýta sér ylrækt og ódýrt rafmagn aukið möguleika á ræktun grænmetis til mikilla muna.  En ódýra orkan stendur því miður ekki til boða nema til álframleiðslu í þessu landi, þá er ég ekki að tala um nytjafiskinn ál heldur meingunarfrekan þungaiðnað sem aðeins hefur hlotið náð fyrir augum stjórnvalda.  


Ónýt fiskveiðistefna enn keyrð áfram !!!!!!!!!!

Þær hörmungar sem hafa fylgt í kjölfar rangrar fiskveiðistefnu stjórnvalda hefur þýtt hrun og atvinnuleysi á áður blómlegum byggðum landsins.  Almenningur þar hefur þurft að horfa á fasteignir sínar verða verðlausar og óseljanlegar, þegar kvótabarónar hafa selt kvótann úr heimabyggð.  Umhverfisvænar veiðar eins og hjá krókabátum hefur verið litið hornauga og sífellt unnið að því að draga úr þeim, sem skítur nokku skökku við á sama tíma og mikil fylgisveifla almennings er horft til umhverfismála og þess að ganga af virðingu um auðlindir þjóðarinnar.

Framleiga kvóta er hneyksli þar sem kvótaeigendur hafa mun meira í sinn vasa fyrir hvern veiddann fisk en sjómaðurinn sem fer út og aflar hans.  Hvers lags öfugstefna er þetta, ætlar vitleysan aldrei neinn endi að taka, eru ekki til alvöru stjórnmálamenn sem hafa þor til að taka á þessum málum?


Innflytjendur

Aldrei hefur verið eins mikil aukning á innflytjendum til íslands og á sl. mánuðum.  Fólkið kemur víða að og fær atvinnu að mestu í verkamannavinnu, við iðngreinar, í umönnunarstörfum margs konar.  Á sunnudögum þegar ég fer í verslanir heyri ég varla lengur á tal íslendinga, allir virðast af erlendu bergi brotnir.  Það er áhyggjumál að ekki skuli betur staðið að íslenskukennslu til nýbúa.  Hér eru farin að myndast hópar innflytjenda sem hafa kanski bara örfáa í kringum sig sem tala íslenskuna og eiga erfitt með að aðlagast af þeim sökum. 

Í allri þessari tæknimenningu ætti að vera auðvelt mál fyrir ríkið að útvega kennslu efni sem hægt væri fyrir innflytjendur að nálgast í gegnum Internetið.  Í upphafi komu nýbúa til landsins eiga þeir að fá grunnkennslu í íslensku og kynningu á mannréttindum sínum sem nýbúar á íslandi.  Síðar væri hægt að aðstoða þá til þess að öðlast meiri þekkingu í gegnum Internetið.

Mikið af innflytjendum er hörkuduglegt fólk sem skilar góðu dagsverki til handa þjóðinni og eiga því rétt á því að fá þessa lágmarks þjónustu þeim að kostnaðarlausu.


Kjalvegur / hálendisvegir

Það er sjálfsagt mál að sérhver sem þess óski geti keyrt á sínum fólksbíl upp á hálendi og notið þess að ganga um náttúruperlur landsins án þess að þurfa að menga eða spilla náttúruna með óþarflega orkufrekum bifreiðum eða utanvega akstri.  

Þjóðbraut um Kjalveg væri hægt að gera að heilsársvegi með því að setja hann í stokk að hluta, losun á koltvísýrungi myndi minnka vegna þess að leiðin verður styttri og sparneytnir bíla eru fullfærir um að flytja fólk á milli.

Þarf þjóðin endalaust að horfa á eftir mannslífum í ár sem hæglega er hægt að brúa eins og raunin er á þegar farið er í Þórsmörk.  Er ekki tími til kominn að fólk geti í góðu veðri keyrt á fólksbílum upp að Langjökli, leigt sér snjósleða og notið ægifegurðar jökulsins eða brugðið sér að fjallabaki án þess að gera út umhverfisspillandi trukka.

Það er mikilvægt að bæta samgöngurnar svo byggð raskist ekki meira en orðið er, fjarlæga dauðagildrunar sem eru í einbreiðu brúm og háskalegum fjallvegum þar sem hægt er að færa veginn í göng.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband