Gullkorn

Sértu hygginn, þá skaltu blanda tvennu ólíku saman:  vonaðu ekki án efa og efastu ekki án vonar.
Seneka

Gullkorn

Treystu á það að þegar þrautanna tími er á enda, bíður þín betri tíð, björt og hamingjurík.
Própertíus

Gullkorn

Allt er hendingu háð, og vandséð hvar veiði er að finna; þarna sem þig varir síst liggur í leyni þín bráð.
Óvíd

Gullkorn

Ekkert er ofviða þeim sem elskar.
Síseró

Gullkorn

Hversu agnarlítið brot af endalausu ómæli tímans fellur ekki í hlut sérhvers okkar! 
Hve fljótt er það ekki að týnast í eilífðinni!  Hve smár er hann ekki þessi moldarköggull sem við ráfum um! 
Hygg að öllu þessu og einsettu þér að meta lítils allt annað en þetta tvennt: að breyta eftir leiðsögn náttúrunnar og að taka því sem að höndum ber.
Markús Árelíus


Gullkorn

Að þeim kjörum sem auðnan hefur búið þér skalt semja þig.  Og þeim mönnum sem örlögin hafa leitt á þinn fund skaltu unna af öllu hjarta.
Markús Árelíus

Gullkorn

Værum við sjálf laus við galla, gleddi það okkur ekki svo mjög að sjá þá hjá öðrum.
Hóras

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband