12.5.2008 | 22:19
Gullkorn
Sértu hygginn, þá skaltu blanda tvennu ólíku saman: vonaðu ekki án efa og efastu ekki án vonar.
Seneka
Seneka
12.5.2008 | 15:33
Gullkorn
Treystu á það að þegar þrautanna tími er á enda, bíður þín betri tíð, björt og hamingjurík.
Própertíus
Própertíus
12.5.2008 | 15:32
Gullkorn
Allt er hendingu háð, og vandséð hvar veiði er að finna; þarna sem þig varir síst liggur í leyni þín bráð.
Óvíd
Óvíd
11.5.2008 | 19:25
Gullkorn
Ekkert er ofviða þeim sem elskar.
Síseró
Síseró
10.5.2008 | 21:07
Gullkorn
Hversu agnarlítið brot af endalausu ómæli tímans fellur ekki í hlut sérhvers okkar!
Hve fljótt er það ekki að týnast í eilífðinni! Hve smár er hann ekki þessi moldarköggull sem við ráfum um!
Hygg að öllu þessu og einsettu þér að meta lítils allt annað en þetta tvennt: að breyta eftir leiðsögn náttúrunnar og að taka því sem að höndum ber.
Markús Árelíus
8.5.2008 | 07:50
Gullkorn
Að þeim kjörum sem auðnan hefur búið þér skalt semja þig. Og þeim mönnum sem örlögin hafa leitt á þinn fund skaltu unna af öllu hjarta.
Markús Árelíus
Markús Árelíus
7.5.2008 | 21:53
Gullkorn
Værum við sjálf laus við galla, gleddi það okkur ekki svo mjög að sjá þá hjá öðrum.
Hóras
Hóras