Gullkorn í ljóði

Að drepa sjálfan sig
er synd gegn lífsins herra,
að lifa sjálfan sig
er sjöfalt verra.
Hannes Hafstein.


Um gildi þess að brosa

· Það kostar ekkert, en ávinnur mikið.

· Það auðgar þá, er fá það, án þess að svipta þá neinu sem veita það.

· Það gerist í einni svipan, en minningin um það geymist oft ævilangt.

· Enginn er svo ríkur, að hann geti verið án þess, og enginn er svo snauður, að hann geti ekki gefið það.

· Það skapar hamingju á heimilum, góðvilja í viðskiptum og er vináttuvottur.

· Það er þreyttum hvíld, dagsbirta þeim, er dapur er, sólskin þess sorgmædda og vörn í öllum   vandræðum.

· Það verður ekki keypt, ekki sníkt eða leigt eða stolið, því að það er engum neins veraldslegs virði, fyrr en hann hefur gefið það öðrum.

· Og ef einhver skildi vera svo önnum kafinn og of þreyttur til þess að brosa til þín, þá gerðu svo vel að brosa til hans.

· Enginn þarf eins á brosi að halda og sá, sem sjálfur á ekkert bros eftir til að gefa.

· Ef þú vilt vinna vináttu manns, þá er reglan þessi:

"BROSTU"


Gullkorn

Vertu vingjarnlegur við fólk á leið þinni á toppinn því þú átt eftir að hitta það aftur á leiðinni niður.Ricard Gordon.

Gullkorn í ljóði

Af því kemur auðna mest,
ef þú fremur þetta;
heil ráð nem og hirð sem best,
hvaðan sem þau spretta.

Sigurður Guðmundsson


Gullkorn í ljóði

Oft til baka hugur horfir
hvar sem atvik fleygja mér,
nýja árið nýjar vonir
og nýja gleði færi þær.


G. K. Jónatansson


Gullkorn

Vingjarnlegt orð sem fellur í dag getur borið ávöxt á morgun.
Mahatma Gandhi


Gullkorn

Nirfillinn gerir engum gott, en er samt sjálfum sér verstur.
Públús Sýrus


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband