Gullkorn

Tilgangur lífsins er leiðangur um land ævintýra, lærdóms og ánægju. Eitt skref heim á leið. (Úr bók Emmanuels).

Gullkorn

Ýmis litbrigði eru á kúm en mjólkin úr þeim öllum er í einum lit; hvítum. Svipað er með boðendur sannleikans. Þeir búa honum ýmis form, en samt umlykur sannleikurinn allt í eitt. (Upanisjödin)

Gullkorn

Til að höndla hið óvænta skaltu halda áætlun þinni sveigjanlegri. (Kínverskt máltæki).

Gullkorn

Láttu ekki efa og neikvæðar hugsanir girða af framfarir þínar. (Kínverskt máltæki).

Gullkorn

Gleðin er hljómurinn sem bergmálar í alheiminum. (Úr bók Emmanuels).

Gullkorn



  Reynið ekki að bíða eftir sérstökum kringumstæðum fyrir góðverk, reynið að notast við venjulegar kringumstæður. (Jean Paul Richter)
 

 

Gullkorn

Vertu samt umfram allt sjálfum þér trúr; því fylgir eins og nóttu dagur nýr, að þú munt aldrei svíkja nokkra sál. (William Shakespeare, úr Hamlet).
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband