Gullkorn

Það að hugsa fyrirfram um afleiðingar orða sinna og gjörða í annarra garð breytir oft afstöðu okkar og gerir lífið einfaldara og fallegra.

Gullkorn

Verum meðvituð um það að aðrar manneskjur þurfa alúð í samskiptum rétt eins og við sjálf.

Hvíl í friði

Það var mjög vel gert að leysa Fischer undan því oki að vera fangi og bjóða honum griðland hér á landi og vænti ég þess að hann fái að hvíla í friði í íslenskri foldu. 

En vissulega er þetta ákvörðun sem hans nánasti aðstandandi tekur.


mbl.is Fischer hvíli í íslenskri mold
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullkorn

Láttu sólina skína á þig og horfðu ekki á skuggana.

Gullkorn

Það að geta haft áhyggjur af hversdagslegum hlutum táknar að við höfum ekki stór verkefni að glíma við.

Lifðu lífinu eins og þú eigir bara þennan eina dag eftir

Ef Ástþór býður sig aftur fram til forseta þá er hann gróflega að misnota lýðræðið, ég vona svo sannarlega að hann geri það ekki. Við eigum frekar að láta kostnað vegna forsetakjörs renna til aðstoðar ungmenna sem eiga við fíkniefnavandamál að stríða.
mbl.is Ástþór kærir Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullkorn

Virkjaðu drauma þína þegar baráttan virðist vonlaus.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband