Er þetta það sem koma skal

Gúmmístígvél


Minning

Þín augu mild mér brosa
Á myrkri stund
og minning þín rís hægt
úr tímans djúpi

sem hönd er strýkur mjúk
um föla kinn

þín minning björt

Ingibjör Haraldsdóttir


Fjölmiðlar, keppa og mannvitsbrekkur!

Hvern fjandann er fólkið að meina?

Fjölmiðlar taka ekki um annað en kreppuna og neyðist ég til að hlusta á eða lesa kreppufréttir daginn út og daginn inn. Auðvitað finnst mér þetta alveg hræðilegt og allt það  en  það er eitt sem ég skil ekki. Flestir tala um að nú sé kominn tími  til að sinna börnunum sínum, fjölskyldu og vinum.

Hvað í andskotanum  heldur þetta fólk að íslenskur almenningur hafi haft fyrir stafni?
Skyldi  það ætla að við höfum verið viti okkar fjær og stigið trylltan dans í  kringum gullkálfinn á meðan börnin okkar, vinir og ættingjar lágu  óbættir hjá garði? Umkomulausir og einmana þar sem enginn hafði  nokkurn tíma fyrir þá?

Ég sjálf og allir sem ég þekki hafa nú verið uppteknir af því að  vinna fyrir sér, að vísu ekki að vinna fyrir bankastjóralaunum heldur bara  svona til að eiga fyrir salti í grautinn.  Þessi sauðsvarti almúgi
sem  ég þekki hefur bara hugsað vel um börnin sín, takk fyrir.  Hringt í  vini og ættingja og heimsótt þá jafnvel ef sérlega vel hefur legið á  fólki.

Mér finnst þessi umræða gjörsamlega fáránleg. Það er verið að  slá ryki í augun á okkur með því að við getum nú gert svo margt gott og  nytsamlegt þótt búið sé að ræna okkur aleigunni og marga starfinu.

Nú þakkar maður fyrir það helst að hafa þó vinnu. Það er verið að  koma inn hjá okkur samviskubiti, að við höfum nú ekki hugsað sem best um þá  sem næst okkur standa.   Þegar við erum orðin atvinnulaus og blönk getum  við allavega gefið okkur tíma að sinna börnunum í stað þess að æsa okkur yfir því að það sé búið að svipta okkur aleigunni og  atvinnunni  Við eigum nefnilega ekkert að vera að velta okkur upp úr því hver sé  ástæðan fyrir þessum hremmingum, við erum hvort eð er svo vitlaus að við munum aldrei geta skilið að þetta var eiginlega alveg óvart og  mönnum í útlöndum að kenna. Hvað er svo sem að marka einhverja  aumingja sem eiga ekki einu sinni part í þyrlu?

 Ég fyrir mína parta ætla að halda áfram að sinna börnunum mínum,  ættingjum og vinum. En ég ætla líka að vera reið, alveg fjúkandi  vond, og ekki hætta fyrr en ég hef fengið svör við því hvernig í
 andskotanum allt gat farið hér til helvítis á einni nóttu.

 Afsakið orðbragðið.


Gullkorn um fyrirgefninguna

Allir eru alltaf svo hjálpsamir

 

Kærleikurinn er allstaðar og ég er elskurík og þess virði að vera elskuð.

 

Ég fyrirgef þér að þú skulir ekki vera eins og ég vildi að þú værir.  Ég fyrirgef þér og gef þér frelsi.

 

Ég treysti þessum mætti og viskubrunni og veit að allt sem ég þarf að vita vitrast mér og allt sem ég þarfnast veitist mér á réttum tíma, réttum stað og í réttri röð. 

Í veröld minni er allt af hinu góða.


Hvað er traust?

Hvað er traust:

Öryggi
Treysta sjálfum sér og öðrum í samskiptum
Sjálfstraust
Traust milli einstaklinga
Að halda loforð
Treysta öðrum fyrir hlutum
Samkvæmni
Þagmælska
Traust á fagmennsku/þekkingu
Traust grundvallast á samskiptum

 Ást og traust eru tveir mjög ólíkir hlutir. Ástin er frjáls, hún er ósýnileg, hún er gefin. Traust er ekki gefið eða ósýnilegt fyrirbæri. Traust er áunnið, það er byggt á aðgerðum og mælanlegri framkomu. Traust kemur ekki bara af því að þú ert ákveðin persóna eða á ákveðnum aldri. Þegar sagt er að traust sé áunnið þá er átt við að traust vaxi manna á meðal og undirstaðan sé hvernig það kemur fram við hvert annað. Vinir sem treysta hvor öðrum eru heiðarlegir við hvorn annan og tala oft saman.
Vinir virða hvern annan og ákveða hlutina í sameiningu.
Vinir finna milliveginn þegar þeir eru ósammála.
Vinir notfæra sér ekki hvorn annan.
Vinir ljúga ekki og framkvæma ekki hluti á bak við hvern annan.
Vinir eru til staðar þegar þú þarft á þeim að halda.
Vinir vinna sér inn traust með framkomu og hvernig þeir koma fram við hvern annan.
Traust er eitthvað sem þú þarf endalaust að vera að vinna þér inn
 

Skyldi það vera að traust sé á undanhaldi í menningu okkar? Ef svo er hvar í menningu okkar og hvenær skyldi það vera? Við fyrstu sýn virðist það ekki vera reyndin ef horft er til þess að þjóðfélagið er opnara en fyrir nokkrum áratugum síðan. Hægt er að spyrja – er það ekki gott dæmi um traust – í dag er ekki óalgengt að einstaklingur segi frá sér og sínum einkahögum í opinskáu tímarritsviðtali og eða í á einhverjum ljósvakamiðlinum. Viðkomandi einstaklingur treystir alþjóð fyrir sínum innstu persónulegu málum. Stundum er það svo að það er allt að því óþægilegt aflsestrar og eða áheyrnar. Er það ekki dæmi um traust. Raunin er sú í dag að ef þú vilt vita eitthvað um náungan er minnsta mál að fletta upp á því í einhverjum að þeim fjölmörgu gagnageymslum sem er að finna á netinu.

Hugtakið traust hefur farið í “andlitslyftingu.” Ásjóna hennar er öll önnur en hér áður fyrr þegar fólk treysti fáum nema sinni allra nánustu fjölskyldu eða vinum fyrir sínum málum. Í dag er ekki málið að anda ofaní hálsmálið á náunganum og náunginn lætur sig það ekki varða.
Við fyrstu sýn virðist sem að ungt fólk í dag vera fúsara að opinbera sig og sitt fyrir hverjum þeim sem hefur nennu til að lesa og að ekki sé talað um að horfa á í sjónvarpi og eða hlusta á í útvarpi um tilfinngar og hagi einstaklingsins. Í daglegu tali er talað um þær manneskjur sem leggja sig við að opinbera sig og sitt – að þær séu haldnar athyglissýki. Sumum þykir voða smart að viðurkenna fyrir alþjóð að hann eða hún sé haldin þessari sýki og virðast þannig vera að afsaka þessi og hin “fíflalætin.”

Í orðabók menningarsjóðs er orðið “traust” skilgreint meðal annars – “það að treysta” “sem má treysta.” Traust er ekki eitthvað sem við fáum í hendurnar og síðan vinnum við ekkert meira með það. Traust er ekki eitthvað sem dettur af himnum ofan og skellur á hvirfil okkar og borar sig þar í gegn þar til það hefur náð að koma sér fyrir í vitund okkar. Við ávinnum okkur traust með orðum og verkum. Að vera treyst að finna til trausts, að vera traustsins verð er hverju okkar mikilvægt. Traust til að byrja með til “smárra” verka sem síðan stækka eftir því sem við eldumst.  Traust á yfirvöldum byggist ekki síst á sanngirni í samskiptum þeirra við borgarana og jafnræði meðal þeirra.  “Traust er gott” á Lenín að hafa sagt en síðan bætt við: “en eftirlit er betra” (og setti upp sína Tsjeku)

Traust er tilfinning annarrar manneskju fyrir því að við séum nálæg henni, virðum hana, viljum henni vel og munum ekki niðurlægja hana, baktala eða valda henni minnkun á nokkurn hátt. Það er einkum tvennt sem traust byggir á. Annars vegar aragrúi líkamlegra og persónulegra og menningarlegra tákna sem við berum og hafa merkingu fyrir viðmælendur okkar. Hins vegar endurtekin reynsla af því að okkur sé treystandi eða vitneskja um að við höfum reynst öðrum vel.

 

Líkaminn segir til um hvort við tökum eða höfnum manneskju og ásamt andliti og hljómfalli tals eða blæ raddarinnar opinberar líkaminn tilfinningar okkar í garð hennar. Það breytir engu hvað við segjum, ef munnlegu skilaboðin eru í ósamræmi við hin líkamlegu og menningarlegu. Verið því vakandi fyrir ógnandi skilaboðum sem þið kunnið að senda með líkamanum og tónfalli raddarinnar.

 

Traust er einhuga ásetningur. Traust er hugrekki. Traust er von. Traust er innri víðátta og náð.

 

Fyrirgefning og traust er ekki sami hluturinn. Þú getur fyrirgefið strax, en það tekur tíma að treysta á ný þegar trúnaður hefur verið brotinn.

  

Gullkorn

Gakktu með gát í þessum hraða og hávaðasama heimi og mundu hvaða frið þú getur fundið í þöginni.


Til minningar um Mæju ástkæran vinnufélaga sem lést í gær.

Ég er gull og gersemi
geimsteinn elskuríkur
Ég er djásn og dýrmæti
Drottni sjálfum líkur

 Sölvi Helgason


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband