23.3.2008 | 23:55
Gullkorn
Lát fugl lífsins bera þig ef þú vilt öðlast visku.
23.3.2008 | 23:21
Góð páskagjöf frá frænku minni
Klara Andrésdóttir, sendi mér þessa mynd af langafa mínum Brandi Ingimundarsyni. Brandur langafi var fæddur í Eyvindarhólasókn, Rang. 6. febrúar 1863 eða 100 árum undan mér. Hann lést 73 ára þann 16. októer 1936. Árið 1890 giftist hann langömmu minni Guðrún Jónsdóttur fæddí Káltatjarnarsókn, Gull. 19. janúar 1858 og lést þann 20. ágúst 1899, hún lést aðeins 41 árs og lét eftir sig 5 lifandi börn en tvö höfðu þau misst.
Ingimundur afi minn var fæddur 9. ágúst 1889 og var því aðeins eins árs gamall þegar móðir hans dó.
Brandur langafi minn þurfti að láta öll börnin frá sé í fóstur, en hann giftist aftur þann 10.08.1902, Jóhönnu Jónsdóttur (1858 1960)
Þau áttu saman 4 börn, eitt þeirra dó aðeins árs gamallt. Þetta fólk mitt hélt vel saman hópinn og var ég svo lánsöm að kynnast þeim í æsku minni.
Ingimundur afi minn var fæddur 9. ágúst 1889 og var því aðeins eins árs gamall þegar móðir hans dó.
Brandur langafi minn þurfti að láta öll börnin frá sé í fóstur, en hann giftist aftur þann 10.08.1902, Jóhönnu Jónsdóttur (1858 1960)
Þau áttu saman 4 börn, eitt þeirra dó aðeins árs gamallt. Þetta fólk mitt hélt vel saman hópinn og var ég svo lánsöm að kynnast þeim í æsku minni.
21.3.2008 | 23:11
Gullkorn
Veröldin hefur aðeins einn uppruna. Uppruni mannsins er einn og hinn sami og uppruni trúarbragða kemur frá sömu rótinni.
Hugleiðsla | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.3.2008 | 22:37
Gullkorn
Verk listamanna eru ekki til þess að augað fái séð þau, heldur til þess að maður geti gengið í þau opnum huga og lifað og andað í þeim.
Ludwic Tieck
Ludwic Tieck
21.3.2008 | 22:35
Gullkorn
Líkt og sálin lýsir út úr andlitinu og fegrar svipinn, þannig fellur í sönnu listaverki geisli frummyndanna gegnum efnishuluna og ljær henni þá fegurð sem hrífur áhorfandann.
Aristóteles.
21.3.2008 | 22:32
Gullkorn
Maðurinn er aðeins hluti af heildinni.
21.3.2008 | 22:31
Gullkorn
Sönn list felst í sköpun ímyndar.