23.2.2011 | 08:27
Sagan er ekki öll sögð varðandi heildarskuldir sem falla á ríkið varðandi icesave, samþykki kjósendur lögin frá Alþingi
Gamma hefur greint heildarskuldavanda vegna icesave og segir að hann fari í 233 milljarða kr.
"Skuldaþol ríkissjóðs er komið á viðkvæmt stig. Heildarskuldir ríkissjóðs í lok desember 2010 námu rétt tæplega 1.300 milljörðum kr. og greiðsluferill þeirra er mjög framhlaðinn,þ.e. vegna mikilla afborgana á næstu 35 árum þarf að endurfjármagna þessar skuldir sem getur reynst dýrt og jafnvel erfitt. Ríkisábyrgðir nema um 1.350 milljörðum kr. og gera má
ráð fyrir aukningu á þeim vegna endurreisnar fjármálakerfisins. Þó ekki sé rétt að telja að þessar ábyrgðir með beinum skuldum ríkissjóðs eru þær skuldir fyrirtækja í eigu ríkisins og má gera ráð fyrir að þær muni falla á ríkissjóð í meira mæli en á árunum fyrir hrun. Þá eru ótaldar skuldir sveitarfélaga sem munu að einhverju leyti lenda á ríkissjóði. Ef með eru taldar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs upp á vel á þriðja hundrað milljarða króna má sjá að ríkissjóður er mjög líklega kominn í ógöngur.
Heildartekjur ríkissjóðs eru áætlaðar 472 milljarðar kr. (rekstrargrunnur) á árinu 2011 en útgjöld vegna vaxta nema um 75 milljörðum kr. eða um 16% af tekjum. Ekki má teljast ólíklegt að vaxtakostnaður muni hækka enn frekar þar sem lánsfjárþörf ríkissjóðs mun frekar aukast á næstu árum en hitt"
Ekki get ég séð að kjósendur hafi um annað að velja en koma viti fyrir Alþingismenn og hafna lögunum. Alþingismenn virðast hafa einkahagsmuna að gæta og vilja velta vanda einkareksturs yfir á almenning. Ragnar H Hall sagði í viðtali í Kastljósi í gærkveldi að Íslendingum bæri engin lagaleg skylda til að greiða skuldir vegna Icesave.
Sjá nánar á:
http://www.althingi.is/altext/139/s/pdf/0770.pdf
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2011 | 05:43
Starfsgreinasambandið hvetur til sundrungar meðal félagsmanna sinna
Hvernig geta þeir þá mælt fyrir um slíkan kostnaðarauka sem icesave er, málefni sem hæstaréttalögmenn eru búnir að segja þjóðinni að henni beri ekki lagaleg skylda að greiða.
Hér eru menn að tala fyrir hagsmunum þeirra sem raunverulega eiga að borga icesave, því það eru þeirra hagsmunir að láta þjóðina borga brúsann. Okkur finnst sjálfsagt að geta farið til lækna og sent börn okkar í skóla. Keypt gjaldeyri til að ferðast fyrir, ef þjóðin þarf að greiða icesave eru slíkir hlutir skornir niður eða stórkostlega skertir.
Sinnið frekar ykkar hlutverki, hættið afskiptum af lýðræðinu í landinu, við almenningur erum á þessum tíma þakklát forsetanum fyrir að hafa heilbrigða skynsemi.
![]() |
Óviðunandi ábyrgðarleysi forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2011 | 21:21
Almenningur fær kaldar kveðjur frá Alþingismönnum!
Þessi grein var felld úr icesave samningnum sem Alþingismenn samþykktu og forseti lýðveldisins vísaði í dóm þjóðarinnar.8. gr. Endurheimtur á innstæðum.Ríkisstjórnin skal þegar í stað grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana sem þarf til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana. Í þeim tilgangi skal ríkisstjórnin fyrir 15. október 2009 hafa frumkvæði að samstarfi við þar til bæra aðila, m.a. yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evrópusambandinu, og óska aðstoðar þeirra við að rekja hvert innstæðurnar af Icesave-reikningunum voru fluttar. Ríkisstjórnin skal fyrir árslok 2009 semja áætlun um hvernig reynt verður að endurheimta það fé sem kann að finnast.Í því skyni að lágmarka ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum skal ríkisstjórnin einnig gera ráðstafanir, í samráði við þar til bæra aðila, til þess að þeir sem kunna að bera fjárhagsábyrgð á þeim skuldbindingum sem stofnast hafa vegna Icesave-reikninganna verði látnir bera það tjón.
Hreyfingin lagði fram breytingartillögu um að setja þessa grein aftur inn en hún var felld af meiri hluta þings, þar með talið sjálfstæðismönnum. Með því að fella út þessa grein dregur verulega úr því að hinir seku verði dreginr til ábyrgðar.
Halló! er þetta ekki glórulaust???
sjá nánar á http://www.svipan.is/?p=21780
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Innilokuð undir jökli í öskufalli og eldglæringum!
Ástandið undir Eyjafjöllum er skelfilegt ég vitna í frænku mína sem býr með manni sínum undir jökli með fjögur lítil börn og skepnur. "Um kl.4:00 í nótt vökunuðum við við eldingarna það var eins og sprenging,hef sjaldan verið eins hrædd,og ég sem þoli ekki eldingar,nú er svarta myrkur." En þessi ótti frænku minnar er engin taugaveiklun heldur á rökum reistur, mjög eðlilegur ef við skoðum Íslandssöguna. Sögur hafa farið af því að fólk hefur látist af völdum eldinga úr eldgosum.
Þetta er staðreynd sem blasir við fólkinu fyrir austan, á jörðina sem liggur í beinni loftlínu frá goskatlinum liggur nú þegar 10 cm þykkt lag af ösku. Við sem vitiborið fólk gerum okkur grein fyrir að þarna verður ekki byggilegt næstu árin. Það er sárara en tárum taki að vita af sínu fólki bjargarlausu við þessar aðstæður.
Ég upplifði gosið í Vestmannaeyjum þegar ég var lítli stúlka undir austur Eyjafjöllunum. Þar var hægt að koma öllu fólki og skepnum í burtu á sólarhing!
Ég leyfi mér að fullyrða að hvergi í heiminum væri komið svona fram við fólkið eins og fólkið mitt fyrir austan. Hvers vegna er fólk og skepnur ekki flutt í burtu? Er ekki löngu tímabært að ríkisstjórnin sýni manndóm sinn í því að hjálpa fólkinu, hvar er samhjálpin? Björgunarsveitarfólk fyrir austan hefur unnið óeigingjarn starf án endurgjalds í öllum sínum fríum og líka á vinnutíma síðustu 7 vikurnar eða frá upphafi gos í Hruna í Goðalandi.
Er ekki takmörk fyrir því hvað er hægt að leggja á miskunsama Samverjan?
Ríkisstjórnin sendir fólk til hjálpar erlendis á hamfarasvæðum en það er ekki hægt að greiða úr þessum málum hérlendis.
Þið getið hjálpað fólki úti í heimi en sjáið ekki neyð ykkar eigin fólks.
Ég bið ykkur Steingrímur og Jóhanna! Setjið ykkur í spor fólksins sem býr við þessa neyð! Ég á erfitt með að sofna á kvöldin fyrir áhyggjum af fólkinu, hvað þá með þau sem eru með börnin sín í þessum ósköpum.
Það væri hægt að koma skepnum fyrir hjá öðrum bændum til bráðabirgða. Nóg er af sumarbústöðum eða svo kölluðum heilsárshúsum sem fólkið gæti búið í. Einnig standa hús og íbúðir í stórum stíl auð hér í Reykjavík, svo dæmi séu nefnd.
Ég skora á ykkur að hefjast handa án tafar.
Ester Sveinbjarnardóttir frá Yzta-bæli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.3.2010 | 09:37
Hvar er gott að fara með hóp af fólki að borða fyrir austan fjall!
Ég er með 43 manna hóp sem ég þarf að finna matstað að kvöllagi í miðri viku í næsta mánuði. Eru þið með einhverjar tillögur, ég tek það samt fram að Rauða Húsið á Eyrabakka kemur ekki til greina vegna slæmrar reynslu frá því í fyrra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 12:53
Betra seint en aldrei
Ég fagna því að Björgvin G. Sigurðsson skuli finna hvar hjarta þjóðarinnar slær. Að mínu mati hefur hann valið þá einu leið sem er fær til að sætta þjóð og þing. Það er sama við hvern ég tala að allir hafa þá sömu sýn að stjórnmálaflokkarnir, þingið og ríkisstjórnin nýtur ekki traust þjóðarinnar. Aldrei fyrr hefur það gerst að fólk reynir ekki að bera blak af sínum stjórnmálaflokki, heldur viðurkennir fúslega þá spillingu sem blasir við almenningi.
Framsóknarflokkurinn reið á vaðið og sýndi fylgisaukning hans í síðustu skoðunarkönnun svo um munaði að fólk vill að hið gamla víki fyrir nýju. Þó nú sé farið að kvisast út að nýji Framsóknar formaðurinn, sé bakkaður upp af Finni Ingólfssyni og trúi ég að reynist það satt þá muni fylgið dala fljótt aftur.
Þjóðin sér ekki mun á þeim stjórnmálaflokkum sem ekki hafa verið í stjórn og þeim er standa utan þeirra, því ríkir að ég held misskilningur hjá stjórnarandstöðuflokkunum um það að þeir þurfi ekki heldur að gera hreint fyrir sínum dyrum.
Ég tek hatt minn ofan fyrir Björgvini og trúi ég að þessi ákvörðun hans verði til þess að hann eigi eftir langan feril í stjórnmálum á íslandi.
![]() |
Björgvin segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2008 | 23:50
Gleðileg jól
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)