25.1.2009 | 12:53
Betra seint en aldrei
Ég fagna því að Björgvin G. Sigurðsson skuli finna hvar hjarta þjóðarinnar slær. Að mínu mati hefur hann valið þá einu leið sem er fær til að sætta þjóð og þing. Það er sama við hvern ég tala að allir hafa þá sömu sýn að stjórnmálaflokkarnir, þingið og ríkisstjórnin nýtur ekki traust þjóðarinnar. Aldrei fyrr hefur það gerst að fólk reynir ekki að bera blak af sínum stjórnmálaflokki, heldur viðurkennir fúslega þá spillingu sem blasir við almenningi.
Framsóknarflokkurinn reið á vaðið og sýndi fylgisaukning hans í síðustu skoðunarkönnun svo um munaði að fólk vill að hið gamla víki fyrir nýju. Þó nú sé farið að kvisast út að nýji Framsóknar formaðurinn, sé bakkaður upp af Finni Ingólfssyni og trúi ég að reynist það satt þá muni fylgið dala fljótt aftur.
Þjóðin sér ekki mun á þeim stjórnmálaflokkum sem ekki hafa verið í stjórn og þeim er standa utan þeirra, því ríkir að ég held misskilningur hjá stjórnarandstöðuflokkunum um það að þeir þurfi ekki heldur að gera hreint fyrir sínum dyrum.
Ég tek hatt minn ofan fyrir Björgvini og trúi ég að þessi ákvörðun hans verði til þess að hann eigi eftir langan feril í stjórnmálum á íslandi.
Björgvin segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gleðilekt nýtt ár .
Georg Eiður Arnarson, 26.1.2009 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.