Stikilsberjasulta

1 kg græn stikilsber
1 dl vatn,

600 g sykur

3 negulnaglar,

1 kanilstöng,

Rotvarnar- eða þykkiefni ef vill.


Hreinsið berin og skolið ef með þarf. Látið þau í pott ásamt vatni og sykri. Látið standa á köldum stað í fáeinar klst. Bætið í negul og kanil, komið upp suðu. Sjóðið við vægan hita í 4-5 mín. Fleytið vel. Bæta má í rotvarnar/þykkiefni. Takið kanil og negul og hellið sultunni í hreinar, heitar krukkur. Lokið

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Takk fyrir.

Ég ætla að nota minna sykur.

Heidi Strand, 29.8.2008 kl. 21:42

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sæl Ester
Vertu velkomin á opnun á myndlistarsýningu okkar fimm bloggvinkvennanna; Elínar Bjarkar Gurðbrandsdóttur, mín, Guðnýjar Svövu Strandberg, Katrínar Níelsd., Katrínar Snæhólm og Zordísar. í Ráðhúsi Reykjavíkur, laugardaginn 30.okt. Opnunin stendur yfir frá kl. 15 til 17 og boðið verður upp á léttar veitingar.
Sýningin stendur til 14. sept.
 
Kveðja
Guðný Svava Strandberg.

Svava frá Strandbergi , 29.8.2008 kl. 23:08

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hljómar vel ! Ég hef aldrei sultað neitt......það væri sannarlega gaman að prófa þetta einhvern tímann!

Sunna Dóra Möller, 30.8.2008 kl. 13:35

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Takk fyrir þetta frænka.

Guðjón H Finnbogason, 30.8.2008 kl. 15:03

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Nú það er aldeilis, bara sultugerð .

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.8.2008 kl. 01:25

6 identicon

hahaha, við dóttir mín vorum einmitt að raða í okkur stikkilsberjum í fyrradag...nammmmmmm, takk fyrir þetta :)

alva (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband