Speki Cherokee indjána.

Kvöld eitt, sagði gamall Cherokee indjáni barnabarni sínu, ungum dreng, frá baráttu sem á sér stað innra með fólki. Hann sagði: "Sonur minn, baráttan er á milli tveggja "úlfa" innra með okkur öllum.

ANNAR ER ILLUR. Það er reiði, öfund, afbrýðissemi, böl, eftirsjá, græðgi, hroki, sjálfsmeðaumkvun, sekt, gremja, minnimáttarkennd, lygar, falskt stolt og að vera fullur af yfirlæti og egói.

HINN ER GÓÐUR. Það er gleði, friður, ást, von, rósemi, auðmýkt, góðvild, góðfýsi, hluttekning, örlæti, sannleikur, samúð og trú." Drengurinn hugsaði um þetta nokkra stund og spurði síðan afa sinn: Hvor úlfurinn vinnur?" Gamli maðurinn svaraði, einfaldlega:

"SÁ SEM ÞÚ NÆRIR."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Brilljant, þetta er nú tilefni til þess að ramma inn og setja upp á vegg.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.8.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband