Fæðing Jesú

Um þetta leyti skipaði Ágústus keisari í Róm svo fyrir að allir þegnar í víðlendu ríki hans skyldu borga skatt. Þess vegna varð hver maður að láta skrásetja sig á þeim stað eða í þeirri borg þar sem hann átti ættir sínar. Jósef varð því að fara um langan veg, eða alla leið frá Nasaret í Galíleu og til borgarinnar Betlehem í Júdeu til að láta skrá sig og Maríu heitkonu sína. En María var alveg komin að því að fæða barnið sitt. Þetta langa ferðalag var afar þreytandi fyrir hana. Þegar þau komu loksins til Betlehem var gistihúsið yfirfullt og hvergi hægt að fá inni. Jósef og María voru fátæk. Þau fengu að gista úti í gripahúsi, en þar áttu uxinn og asninn bása sína. Þegar þau komu þangað var María við það að fæða. Og hún fæddi son sinn, klæddi hann og lagði í jötu. Þessa sömu nótt voru hirðingar úti í haga skammt frá Betlehem og gættu þeir hjarðar sinnar. En skyndilega varð himininn albjartur sem dagur væri og engill stóð fyrir framan þá. Hirðingarnir urðu hræddir. Ég flyt ykkur miklar gleðifréttir, sem allir munu fagna. Í dag er frelsari fæddur í Betlehem. Hann er Messías, Drottinn. Og þetta er merkið sem þið skuluð fara eftir: Þið munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu. “Skyndilega var með englinum fjöldi annarra engla sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum og firður á jörðu hjá þeim mönnum sem hann elskar. Þegar englarnir voru farnir frá þeim til himna sögðu hirðingjarnir hver við annan: “Við skulum fara til Betlehem og sjá það sem hefur gerst og Drottinn lét okkur vita um.” Þeir héldu af stað í skyndi og fundu Maríu og Jósef og nýfædda barnið sem lá í jötu. Þegar þeir höfðu séð allt þetta sögðu þeir frá því sem englarnir höfðu sagt þeim. Allt var þetta eins og englarnir höfðu sagt. María og Jósef gáfu drengjunum sínum nafnið Jesú eins og engillinn hafði mælt fyrir um.
(Endursögn jólaguðspjallsins)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband