21.12.2007 | 00:15
Sólstöður
sólstöður (sólhvörf), sú stund þegar sól kemst lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs. Sólstöður eru tvisvar á ári, á tímabilinu 20.-22. júní og 20.-23. desember. Um sumarsólstöður er sólargangurinn lengstur, en um vetrarsólstöður stystur. Breytileiki dagsetninganna stafar fyrst og fremst af hlaupársdögunum sem skotið er inn vegna þess að almanaksárið er ekki jafnlangt árstíðaárinu. Nafnið sólstöður vísar til þess að sólin stendur kyrr, þ.e. hættir að hækka eða lækka á lofti.
Í stjörnufræði eru sólstöður skilgreindar sem það augnablik þegar miðbaugslengd sólar er 90° eða 270°. Lengdin reiknast frá vorpunkti og munar litlu á þessari skilgreiningu og þeirri sem fyrr var gefin.
Í stjörnufræði eru sólstöður skilgreindar sem það augnablik þegar miðbaugslengd sólar er 90° eða 270°. Lengdin reiknast frá vorpunkti og munar litlu á þessari skilgreiningu og þeirri sem fyrr var gefin.
Flokkur: Þjóðtrú og veður | Breytt s.d. kl. 00:17 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Ester.
Já þetta er alltaf sérstakt tímabil og ósköp er maður feginn þegar fer að birta um hænufet að nýju.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 21.12.2007 kl. 01:49
Þessi tími gleður mig alltaf jafn mikið hvert ár og kannski alltaf meira og meira. Sendi þér og þínum kæra kveðju.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 13:38
Gleðileg jól og hafðu það sem allra best mín kæra
Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.12.2007 kl. 20:15
Gleðileg jólin til þín og þinnar fjölskyldu
Hallgrímur Óli Helgason, 23.12.2007 kl. 11:49
Gleðileg jól til þín og þinna.
Svava frá Strandbergi , 24.12.2007 kl. 00:03
Gleðileg jól
Georg Eiður Arnarson, 24.12.2007 kl. 00:54
Kæra Ester. Ég óska þér gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Takk fyrir ánægjulega viðkynningu í bloggheimum á árinu sem er að líða.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.