Hver eru úrræði samfélagsins

Það er mikil ábyrgð sem hvílir á herðum samfélagsins að gæta manns sem er svona hættulegur samfélaginu.  Það liggur ljóst fyrir að brotamaðurinn muni ekki sjá að sér þó hann sitji í fangelsi fyrir glæpi sína, enda hafi hann ekki fulla greind vegna fötlunar sinnar.  Hann mun jafnframt halda áfram brotum sínum þegar hann kemur út í samfélagið aftur og skaða samborana.  Því þarf hann til lífstíðar að vera undir stöðugu eftirlit löggjafans. 

Í Ameríku þekkist það að festa staðsetninga merki um öklann á hættulegum glæpamönnum og hafa þeir ekki heimild til að fara neitt nema með leyfi og undir eftirliti.  Spurning er hvort slík gæsla gæti verið eitthvað sem þurfi að skoða?

Það er krafa þjóðfélagsins að löggjafinn tryggi öryggi fólks og því er mikilvægt að tekið sé á svona málum af festu. 


mbl.is Telur nauðgara stjórnlausan eftir slys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Framheilaskaði er slæmur en getur gengið til baka að hluta.  Þekki til þannig mála. Vonandi er ekki verið að fela sig á bakvið svona skaða.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.9.2007 kl. 20:53

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta er ágæt spurning í ljósi þessa.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.9.2007 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband