14.7.2007 | 23:12
Klukk!
Ég var klukkuð af Ásdísi, en þar sem ég er búin að vera að mála húsið að utan í öllum mínum frítíma undanfarið vissi ég ekki hvað þessi leikur var, fannst Ásdís bara voða skrítin að senda mér svona kveðju.
1. Ég er sérvitur meyja
2. Ég er alin upp með 5 bræðrum og á 3 syni.
3. Mér finnst langtum betra að fara hægra megin fram úr rúminu.
4. Ég elska það að vera úti í náttúrunni.
5. Mér þykir vænt um öll dýr, en læt mér nægja að eiga einn kött.
6. Það skemmtilegasta sem ég geri er að horfa á öldurnar brjóta á fjörusandinum í heimahögunum.
7. Ég er alltaf að læra.
8. Ég fer alltaf með kvöldbænir.
Ég klukka. gmaria, georg, margréti hafsteins, sirrý og salvöru.
Athugasemdir
Takk fyrir klukkið
Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.7.2007 kl. 12:20
Ég fer alltaf með bænir á kvöldin og hef gert síðan ég var 4-5 ára. Get ekki sofnað án þessu. KNús frá Akureyri.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.7.2007 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.