Húsamálun skyggir á bloggið

Fyrir viku síðan var tekin ákvörðun um að mála húsið og það hefur tekið allan frítíma frá mér frá því á föstudaginn var.  Ég bý í raðhúsi á tveimur hæðum og hæðsta hæð á þankantinum er 7,5 metir.  Af sérstökum aðstæðum urðum við bara tvær fjölskyldur af fjórum sem máluðum allt húsið fyrir utan glugga, en þar málar hver fyrir sig.  Við klárum veggina í síðasta lagi á föstudaginn.  En við reiknum með að leggja loka hönd á tréverkið hjá okkur á laugardaginn, því laugardagar eru til lukku! 

Það er ótrúlegt að geta verið svona dag eftir dag í besta veðri að vinna svona úti, man ekki eftir svona sumri áður. 

Ég er svo að fara í skólasetningu á sunnudaginn, er að fara í meistaranám í Skattarétti á Bifröst, það verður mjög spennandi fyrir mig.  Ég verð á staðnum í 4 vikur í lok júlí og byrjun ágúst, svo er þetta að mestu fjarnám.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband