17.6.2007 | 22:15
Heilræði Móður Teresu
Fólk er oft ósanngjarnt, óskynsamt og eigingjarnt. Fyrirgefðu því, þrátt fyrir það.
Ef þú sýnir öðrum góðvild, mun fólk hugsanlega ásaka þig um sjálfselsku og annarlegar hvatir. Sýndu öðrum góðvild, þrátt fyrir það.
Njótir þú velgengni munt þú eignast einhverja falska vini og raunverulega óvini. Stefndu að velgengni, þrátt fyrir það.
Heiðarleiki og hreinskilni geta gefið höggstað á þér. Vertu heiðarleg(ur) og hreinskilin(n), þrátt fyrir það.
Það sem tekur þig mörg ár að byggja upp, gæti einhver eyðilagt á einum degi. Byggðu upp, þrátt fyrir það.
Það góða sem þú gerir í dag, gleymir fólk oft á morgun. Haltu áfram að gera góðverk, þrátt fyrir það.
Þótt þú gefir heiminum það besta sem þú sem þú átt, verður það aldrei nóg. Haltu áfram að gefa heiminum það besta sem þú átt, þrátt fyrir það.
Sjáðu til, þegar allt kemur til alls, er þetta á milli þín og Guðs. Það var aldrei á milli þín og þeirra, þrátt fyrir allt.
Flokkur: Hugleiðsla | Breytt s.d. kl. 22:16 | Facebook
Athugasemdir
Þrátt fyrir allt.
Georg Eiður Arnarson, 17.6.2007 kl. 22:48
Það sem stendur uppúr í henni veröld er að þú verður að vera trúr sjálfum þér því ekki eru aðrir það fyrir þig.
Eins og Móðir Teresa segir haltu þínu striki þrátt fyrir allt
Steinþór Gunnarsson, 17.6.2007 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.