Gleðilegan þjóðhátíðardag!

Kæru bloggvinir og aðrir velunnarar allar góða óskir til ykkar allra.  Ég lít yfir fagran dag á Höfðaborgarsvæðinu, þar sem frísklegt og heilnæmt sjávarloftið leikur við mann og annan.  Allt mannfólkið skartaði sínu besta spariskapi, prúðbúið með gleði í hjarta og sól í sinni, kemur saman og fagnar enn á ný fæðingardegi Jóns forseta og þjóðhátíðardegi íslenska lýðveldisins.

Það er ljúft til þess að vita hvað þessi þjóð hefur áorkað í frelsi sínu og einlæg ósk mín að svo megi vera um ókomna framtíð.  Við erum friðsöm og kærleiksrík athafna þjóð sem tökum á hverju og einu verkefni sem lífið býður okkur af festu og myndarskap.

Lifi Ísland! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er bjartur dagur og tilefni til að leyfa sér að vera stoltur af því að vera Íslendingur

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 19:23

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Yndislegur sautjándi, til hamingju með daginn!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.6.2007 kl. 19:58

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gleðlilega þjóðhátíð

Sunna Dóra Möller, 17.6.2007 kl. 20:31

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þorum að vera öðruvísi og þorum að gera það sem okkur finnst rétt. Gleðilega þjóðhátíð og takk fyrir góða kveðju frá þér

Ásdís Sigurðardóttir, 17.6.2007 kl. 21:07

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Gleðilega hátíð segi ég, eins og albanska konan á jarðhæðinni sagði brosandi við mig í dag.

Svava frá Strandbergi , 17.6.2007 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband