17.6.2007 | 17:44
Gleðilegan þjóðhátíðardag!
Kæru bloggvinir og aðrir velunnarar allar góða óskir til ykkar allra. Ég lít yfir fagran dag á Höfðaborgarsvæðinu, þar sem frísklegt og heilnæmt sjávarloftið leikur við mann og annan. Allt mannfólkið skartaði sínu besta spariskapi, prúðbúið með gleði í hjarta og sól í sinni, kemur saman og fagnar enn á ný fæðingardegi Jóns forseta og þjóðhátíðardegi íslenska lýðveldisins.
Það er ljúft til þess að vita hvað þessi þjóð hefur áorkað í frelsi sínu og einlæg ósk mín að svo megi vera um ókomna framtíð. Við erum friðsöm og kærleiksrík athafna þjóð sem tökum á hverju og einu verkefni sem lífið býður okkur af festu og myndarskap.
Lifi Ísland!
Athugasemdir
Já þetta er bjartur dagur og tilefni til að leyfa sér að vera stoltur af því að vera Íslendingur
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 19:23
Yndislegur sautjándi, til hamingju með daginn!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.6.2007 kl. 19:58
Gleðlilega þjóðhátíð
Sunna Dóra Möller, 17.6.2007 kl. 20:31
Þorum að vera öðruvísi og þorum að gera það sem okkur finnst rétt. Gleðilega þjóðhátíð og takk fyrir góða kveðju frá þér
Ásdís Sigurðardóttir, 17.6.2007 kl. 21:07
Gleðilega hátíð segi ég, eins og albanska konan á jarðhæðinni sagði brosandi við mig í dag.
Svava frá Strandbergi , 17.6.2007 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.