Borða hollt!

Sólveig Eiríksdóttir í Himneskri hollustu sendi mér þessa grein sem mig langar að miðla til ykkar.

Ég er með hugmynd fyrir ykkur sem viljið auka grænmetis og ávaxtaneyslu á einfaldan hátt. Ég er hér með 4 vikna plan fyrir ykkur:

Vika 1
Byrjið daginn með litlu vatnsglasi (svona 150 ml) og endurtakið síðan 2svar yfir daginn.
Þetta er allt og sumt sem þið gerið fyrstu vikuna, EN þó svo að þetta sé ekki flókið skiptir máli að gera þetta alltaf

Vika 2
Þegar þið eruð búin að skella í ykkur vatnsglasinu, fáið ykkur þá ávöxt/grænmeti eða ávaxta/grænan sjeik. Þetta er léttur og hreinsandi morgunmatur. Ef þið eruð ennþá svöng þá endilega borðið ykkar vanalega morgunmat, reynslan sýnir að með tímanum vill kroppurinn léttari morgunmat.

Ávaxtasjeik:

½  b vatn
1 b frosin eða fersk ber, t.d. hindber, bláber, jarðaber
1 banani (eða annar ávöxtur)

Allt sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt


Grænn sjeik:

1 b vatn
2 vænar lúkur af spínati* (100g)
½ avocado eða 1 banani
1-2 dl ferskt eða frosið mangó

Allt sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt


Vika 3
Borða 1 salatskammt daglega, gott er að byrja hverja máltíð á salatskammti og ef þú borðar salat á undan matnum örvar þú meltinguna og borðar minna

Grænt og gott salat

½ poki klettasalat*
50 g spínat*
1/8 agúrka, skorin í ská strimla
¼ gulrót, skorin í þunna strimla
1 tómatur í bátum
10 hálfsólþurrkaðir kirsuberjatómatar frá LaSelva
10 ólífur, t.d. frá LaSelva
1 msk sítrónusafi
2 msk ólífu og eða hörolía* eða 2 msk sítrónu ólífuolía frá LaSelva
2 msk furuhnetur* sem búið er að leggja í bleyti í 10-15 mín

Setjið furuhneturnar í bleyti og skerið niður grænmetið og setjið í skál, hellið vatninu af furuhnetunum og setjið þær útí og endið á að hellið olíunni yfir
- Ef það er afgangur af salatinu er frábært að setja það í blandara daginn eftir með smá vatni og einum banana og þá eruð þið komin með morgunsjeikinn


Vika 4
Í viku 4 ætlum við að bæta við grænu meðlæti. Við höldum inni græna salatinu og bætum þessu við. Græna salatið getur verið í hádeginu og þetta um kvöldið eða eins og ykkur hentar. Gærnt meðlæti passar með öllum mat, er t.d. frábært með grilli og alls konar kjöt og fiskiréttum. Á námskeiðinu hjá mér er þetta venjulega senuþjófurinn.....  Þetta getur verið agúrkusalat, marinerað brokkolí, blómkálssalat og margt fleira. Hér erum við að skera niður grænmeti og ferskar kryddjurtir og setja smá marineringu ofan á og láta standa í um 10 mín. Það er upplagt að byrja á að búa þetta meðlæti til svo það fái að standa svo lítið. Mér finnst græna meðlætið vera sérstaklega vinsælt hjá köllum og krökkum ?

Brokkolí meðlæti

½ brokkolíhöfuð, skorið í lítil blóm
2 msk lífræn græn ólífuolía t.d. frá LaSelva
½ kúrbítur, skorinn í sneiðar og síðan hver sneið í tvennt
½ paprika, skorið í litla ferninga
2 vorlaukar, skorið í ská bita
1 msk smátt saxaður ferskur kóríander eða steinselja eða basil.

Hellið ólífuolíunni yfir brokkolíið, skerið restina af grænmetinu niður og setjið allt í skál

Sósan

½ b hnetusmjör*
safinn úr 1 appelsínu
safinn úr 1 lime
2 hvítlauksrif
2-3 döðlur*
1-2 msk hörolía* eða lífræn ólífuolía
1 msk rifin fersk engiferrót
1 msk tamarisósa*
smá chilli eða cayenne pipar

Allt sett í blandara og hellt yfir salatið eða borið fram sér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband