Speki frá Tíbet

Trúðu ekki vegna venjubundinna hefða, jafnvel þótt þær hafi verið í hávegum hafðar í marga mannsaldra á stórum svæðum.

Trúðu engu, af því að margir tala um það. 

Trúðu ekki, vegna kennivalds helgra manna fyrri tíma.

Trúðu ekki því, sem þú sjálfur hefur ímyndað þér, í því trausti að þú sért innblásinn af guði.

Trúðu engu því, sem aðeins er byggt á kennivaldi meistara þíns eða presta.

Trúðu því einu, sem þú hefur sjálfur sannreynt eftir nána athugun, álítur skynsamlegt og er sjálfum þér og öðrum til góðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband