Sumarboði

Við morgunsins værasta draum
vakna er fuglarnir syngja
Þeir dásama þýðunnar straum
þýðlega róminn sinn þyngja.

Hver dagur hefur sín fyrirheit
í hjartanu gleði og þrek.
Byggja sér bústað á fögrum reit
búast við æskunnar brek

Sumarið kom, sælunnar dagur
sem færði mér gleðina bjarta.
Sáttur hugur syngjandi fagur
skín kærleikans ástarhjarta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gleðilegt sumar.

Vilborg Traustadóttir, 19.4.2007 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband