1.4.2007 | 12:28
Pálmasunnudagur
Sunnudagurinn fyrir páska. Minningardagur um innreið Krists í Jerúsalem. Í kaþólskum sið eru pálmaviðargreinar notaðar við guðsþjónustur þennan dag, og af því er nafnið dregið (sbr. Jóh. 12).
Í Jerúsalem Jesú reið,
jákvæður lýður fagnar
Pálmagreinar prýða leið,
prestur í laumi ragnar.
Dásamaður daginn þann,
dáður af öllum mönnum.
Á krossinum átti hann,
álas frá sömu tönnum.
Kærleikur er krafta mestur,
krýnir sál og allan brag.
Guð okkar gæsku bestur,
gengur í dauðann þennan dag.
En lífið eflist allra mest,
er upprisinn kom Kristur.
Ráðin gafstu, ræddir flest,
réttlæti og lífsins mistur.
Athugasemdir
Þetta er neyðarlega fallegt, fallegt og ljúft. Til hamingju með daginn.
Sigfús Sigurþórsson., 1.4.2007 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.