29.3.2007 | 12:36
Lifandi brauð
Ég borða ekki mat sem er eldaður en get bakað brauð með því að setja það í þurrkofn. Það tekur alveg sólarhring að baka brauðið, þau eru sérlega girnileg.
Malið 1 bolla af hörfræjum í þurrum blandara (eða í kaffikvörn)
bleitið út 1 bolla af hörfræjum (hægt að nota önnur útbleitt fræ með til tilbreytinga (en þurfa að vera smágerð)
Blandið í matvinnsluvél:
1 bolli vatn
1 stór laukur, saxaður
3 sellerístilkar, saxaðir
2 hvítlauksrif, meðalstór
2 tómatar (ef vill)
1 teskeið kúmenfræ
1 teskeið koríanderfræ
1 teskeið sjávarsalt
eitthvað til að sæta það með, t.d. 2 - 4 döðlur eða agave sýróp
Ég læt hörfræin liggja í bleyti að hluta og að hluta mala ég þau í deigið. Deigið á að vera límkennt en ekki þurrt.
Breiðið deigið með spaða út á plötur, úr þurrkofni eða aðrar plötur. Skiptið niður í ferninga af þeirri stærð sem óskað er. Má þurrka eins lengi og óskað er, hvort sem það á að vera mjúkt eins og brauð eða stökkt eins og kex, brauðið geymist lengur í ísskáp.
Athugasemdir
Ég hefi aldrei náð að kunna að baka,,,, tjhaa ekki nema þá -- já sleppum því bara.
Sigfús Sigurþórsson., 29.3.2007 kl. 13:43
Það er auðvelt að baka í brauðvél.
Georg Eiður Arnarson, 29.3.2007 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.