Ásatrúarbrúðkaup við Skógarfoss 13.8.2005

Göngum til brúðkaups og guðina biðjum

Brúðhjónin leysa frá hversdagsins viðjum

Gestirnir fagna því gleðin er djúp

Gróður í bakgrunn í fossúðans djúp.

 

Himins salurinn húsi er betri,

hefur nú létt af sér kulda og vetri.

Vítt er til veggja og festingin há,

voldug er byggingin guðunum hjá.

 

Skyldi hér gnægði af goðum að sjá

gengna úr jöklunum fjöllunum á,

guðirnir allir að ástinni hlynni.

Að endingum kneyfum hér brúðhjóna mynni.

 

Eygló Markúsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Þið eruð flottar.

Georg Eiður Arnarson, 17.3.2007 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband