Lífsins leikur

Fylltir líf mitt með ferskum blæ
flæddi ástin í sál og hjarta
Makalaust lífið með slíkum glæ
máttug hver stundin bjarta.

Hvort sem hlógum eða grétum
hjörtun sæl og ástar máttur.
Saman við sælu hvort öðru hétum
samtvinnaður var hugur sáttur.

Hjartað fylltist af hamingu og ást
hver stund dýmæt og fríð
Sjö ár þá sælan mér brást
sorgin fylgir nú alla tíð.

Gæfan er glötuð dagur hver stríð
græt og harma þig ljúfasta ást
Tíminn samt tifar og minningin blíð
tær fram streymir og aldrei út mást.

Örlögin breyttu öllu svo sár
önnur er gleðin í þetta sinn.
Þroski með þrautum sérhvert ár
það gerist svo vinur minn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Frábær eins og alltaf.

Georg Eiður Arnarson, 11.3.2007 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband