Vertíð

scan0001Frá Grindavík fiska dró

Færði björg í tóma maga.

Kokkaði og kássur bjó

Kostuleg er þessi saga.

 

Ef harða eggið bauð þeim kónum

Einn þá vildi bara lint

Sauð eftir slíkum bónum

Spælegg vild’ann þessi dynt.

 

scan0002

Ufsann enginn upp í pottinn vild’ann

uppistaða í hlutnum þó.

Aðgerð gerði arma kokksins gildann

aflið efst í huganum bjó.

 

Galgopar með gríni og prettum

gjarnan á minn kostnað þó

Í strand bátinn nærri settum

stóísk var þá kokksins ró.

scan0001

Frá uppvaskinu fer kokksi ei

fúslega úr þessu heimi.

Sósublettir, feitar skorpur, vei!

skítinn kokkur aldrei geymi.

 

Dauðinn kemur dag einn

dansar við kokkinn lokadans

Tímansklukku ei tefur neinn

taktu hverja stund með glans.

 

Ég er gamall sjóhundur, réri frá Grindavík og er á stærð við Golþorsk. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Góð eins og vanalega.Var á sjó í gær og í dag og ekki alveg í bloggstuði.kv.

Georg Eiður Arnarson, 25.2.2007 kl. 21:18

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já sko mína á sjónum í gamla daga he he....

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.2.2007 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband