Kjalvegur / hálendisvegir

Það er sjálfsagt mál að sérhver sem þess óski geti keyrt á sínum fólksbíl upp á hálendi og notið þess að ganga um náttúruperlur landsins án þess að þurfa að menga eða spilla náttúruna með óþarflega orkufrekum bifreiðum eða utanvega akstri.  

Þjóðbraut um Kjalveg væri hægt að gera að heilsársvegi með því að setja hann í stokk að hluta, losun á koltvísýrungi myndi minnka vegna þess að leiðin verður styttri og sparneytnir bíla eru fullfærir um að flytja fólk á milli.

Þarf þjóðin endalaust að horfa á eftir mannslífum í ár sem hæglega er hægt að brúa eins og raunin er á þegar farið er í Þórsmörk.  Er ekki tími til kominn að fólk geti í góðu veðri keyrt á fólksbílum upp að Langjökli, leigt sér snjósleða og notið ægifegurðar jökulsins eða brugðið sér að fjallabaki án þess að gera út umhverfisspillandi trukka.

Það er mikilvægt að bæta samgöngurnar svo byggð raskist ekki meira en orðið er, fjarlæga dauðagildrunar sem eru í einbreiðu brúm og háskalegum fjallvegum þar sem hægt er að færa veginn í göng.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband