10.2.2007 | 11:50
Í tilefni þorrablóts
Ort af Bjargey Arnórsdóttur (fyrri partar) og Hallfríði Benediktsdóttur (seinni partar)
Þeir sem hafa söng í sál
saman geta hljómað.
Tæpt við okkar tungumál
tónlistin fær ómað
Veistu hvað er vitlausast
á veturnar að gera
Aka í byl sem ákafast
með alla skanka bera
Þeir sem elska þorrabólt
þykir gott að jéta
Súrarann pung og sviðafót
sumir kunna að meta.
Í botni gjarnan brestur er
sem böglað er við stöku.
Margur slíkur minnir hér
á misheppnaða köku
Fyrst að matur úldinn er
undur heilnæm fæða.
Þá er fullgott þér og mér
Þorramat að snæða.
Þegar ég fer á þorradans
þá er kvikað fæti.
Ekki hikað enginn stans
óstöðvandi læti.
Gott er að hafa gætni með
gleðinnar að njóta.
Þó verði aldrei við því séð
að valtur missi fóta.
Við skulum ekki villast á
vegum snæfi drifnum.
Kaldsamt yrði kroppnum þá
í kuldagöllum rifnum.
Norðan heiða næðir enn
næsta leiður vindur.
Karl að veiðum kemur senn
kapp við heiður bindur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.