Raddheilsa kennara, einföld leið til að bæta námsárangur nemenda.

Það vakti athygli mína að heyra Valdísi Jónsdóttur, Master í Talmeinafræði segja frá niðurstöðum og rannsóknum á raddheilsu kennara og hvort notkun hátalarakerfis við kennlu væri ódýr leið til að bæta námsárangur barna í skólum.

Valdís segir frá þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið erlendis um raddheilsu kennara.  Þar kemur fram að 50 - 90% af kennurum þjáist af einkennum sem rekja má til misbeitinar og ofreynslu á rödd. 

Ein af afleiðingunum getur verið sú að röddin verður óþægileg áheyrnar og skv. rannsókn meðal unglinga kom í ljós að ef þeim líkaði ekki rödd þess sem þau heyrðu í dæmdu þau hann leiðinlegan.  Það aftur á móti getur leitt til agavandamála innan bekkjarins.

Hún bendir á að í mörgum rannsóknum er hljómburður í kennslustofum lélegur, einnig að mikill hávaði getur myndast við kennslu, þannig að kennari verður að hækka röddina upp svo börnin heyri.  Eftir því sem tal þarf að fara í gegnum meiri hávaða , því verr skilst það.  Hækki kvennmannsrödd upp fyrir visst mark fellur hún inn í hávaðann sem er fyrir og skilst því ekki.  Það eitt og sér er mikið umhugsunarefni, þar sem mikill meiri hluti kennara á Íslandi eru konur.

Við könnun á hlustunargetu barna kom í ljós að börn með eðlilega heyrn skilja aðeins 95 % af orðum kennarans, sitji þau fremmst í skólastofunni, 71% í 12 feta fjarlægð (fyrir miðju) og einungis 60% í 24 feta fjarlægð (aftast).

Hlutfallslega eiga 8 - 10% nemenda við námsörðuleika að stríða.  Þessi börn þurfa enn betri skilyrði til að heyra en aðrir.

Einnig hefur verið sýnt fram á að 25 - 30% yngstu barna í skólakerfinu geti verið með tímabundna heyrnadeyfu af völdum eyrnabólgu (Leventhall, 1998). Í Mbl. 16. des 2000 benti prófessor Ray Hull við Wichitaríkisháskólann í Bandaríkjunum á að 75% af framhaldsskólanemun hefðu forstigseinkenni viðvarandi heyranrdeyfu.

Valdís bendir á að stórar skólastofur og fjölmennir bekkir eru komnir til að vera, en bæta má ástandi með því að hanna skólahúsnæði með tilliti til þess að fá sem bestan hljómburð.  Að kennarar fái fræðslu um heilufræði raddar og hvernig þeir geti beitt röddinni án þess að þreytast.  Raddveilur sem stafa af misbeitingu raddar er nær undantekningalaust hægt að laga.  Að kennurum sé hjálpað með aðstoð talmeinafræðings, í stað þess að brottfall verði úr atvinnugreininni, (meðalaldur kennara er einungis um 11 ár), og að nota þráðlaust hljóðkerfi í skólastofum.

Í nýleg könnun sem Valdsís stóð fyrir kemur fram að magnarakefi dregur úr álagi á rödd kennarans og yfir 95% barnanna sögðust heyra betur til kennarans.

Ýmsir skólar hafa nýtt sér magnarakefi við kennslu þar sem eru stórir salir og hefur það gefið góða raun.  Samkvæmt upplýsingum frá Valdísi er kostnaður á viðunandi búnaði; sem saman stendur af hátalara (á stærð við skókassa, Anchor 100N), barmborinn míkrafónn, sendir og móttakara,  frá bilinu 65.000 kr til 90.000 kr.

Það er ekki spurning að til lengri tíma mun þessi búnaður koma til með að spara samfélaginu mikinn pening og auka hæfni námsmann sem og létta störf kennara.

Það er mikill ávinningur fyrir þjóðina að eiga fræðimenn á borð við Valdísi Jónsdóttur og nauðsynlegt að virkja slíkan starfskraft sem best við framtíðarskipulag menntamála á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband