Egilssaga styttri

Egill sló og Egill hjó

Egill vó í hvelli

Egill hló og Egill bjó

Egill dó úr elli.

            Eygló Markúsdóttir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki þarf að eyða fleiri orðum í það. Snjallari æfisögu hef ég varla heyrt.

Egill þó til himna fló. Egill spjó á velli.  Egill nóg af englasnjó, fékk og fór með skelli.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2007 kl. 19:20

2 identicon

Sæll Jón Steinar, Ég er með skilaboð frá móður minni; þakka þér fyrir annað bindi af Egilssögu styttri, hér kemur þriðja bindið, Kveðja Eygló´

Ekki spjó hann Egill þó,
eftir himnaförina.
 Allt hans silfur sjálfur bjó
setti lás á hjörina.

Eygló Markúsdóttir

estersv (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband