6.2.2007 | 15:56
Hreyfing
Ég mæli með Ashtanga Yoga, sem er yogakerfi sem er kennt af Sir. K. Pattabhi Jois í Ashtanga Yoga Research Institute í Mysore, Indlandi.
Þessi yogaaðferð samhæfir andardrátt og stighækkandi æfingarstöður. Aðferð sem eykur innri hita í líkamanum og virkar á mjög örvandi á innri líffæri og hreinsar líkamann (afeitrar vöðva og líffæri). Árangurinn er betra blóðflæði, lipur og sterkur likami og yfirvegaður hugur.
Gildi þess að hreyfa sig verður seint vanmetið. Sérfræðingar mæla með a.m.k. 30 mínútna hreyfingu daglega (sumir tala um að það sé nóg að hreyfa sig 5 daga vikunnar). Best er þegar hreyfingin verður hluti af hinu daglega lífi - hvort sem það er að hjóla eða ganga í og úr vinnu eða að fara alltaf út að ganga á sama tíma. Rannsóknir sýna að sé það gert eykst orkan og þolið, líkamsfita minnkar, vöðvar styrkjast og síðast en ekki síst getur það haft jákvæð áhrif á geðið, því að þeir sem stunda enga hreyfingu eru líklegri til að verða þunglyndir en þeir sem hreyfa sig reglulega.
Þeir sem ganga reglulega í náttúrunni þekkja kraftinn sem sækja má í þessa orku uppsprettu sem náttúran er. Það er sama hvort gengið er meðfram sjónum, uppi á fjöllum, á heiðum eða innan borgar- og bæjarmarkanna - alls staðar er náttúran söm við sig - kraftmikil - heillandi og gefandi. Sá sem nýtur þeirra forréttinda að geta komist í tæri við ómengaða íslenska náttúru ætti ekki að láta það fram hjá sér fara.
Af hverju ætti maður að hreyfa sig?
- Það minnkar líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum.
- Það styrkir ónæmiskerfið.
- Það minnkar líkurnar á að fá sykursýki.
- Það lækkar blóðþrýstinginn hjá þeim sem þjást af of háum.
- Það minnkar líkurnar á að fá of háan blóðþrýsting.
- Það hjálpar til við að byggja upp sterk bein, vöðva og sinar.
- Það linar þunglyndi og kvíða.
- Það bætir andlega og félagslega líðan.
- Það hjálpar til við að hafa stjórn á þyngdinni.
- Það er auðvelt.
- Það hentar öllum.
- Það er gaman.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.