5.4.2011 | 13:37
Nei við Icesave
Íslendingar bæta ekki ímynd sína með því að taka á sig skuldir einkabanka. Erlendir fjölmiðlar fagna framgöngu Íslendinga í að bjóða fjármálageiranum birginn og líta á baráttu Íslendinga sem fyrirmynd í þeirri baráttu sem nú er hafin í Evrópu vegna skuldakrísunnar. Virtustu fjármálablöð heims, Financial Times og Wall Street Journal verja málstað íslendinga.
Íslendingar hafa einstakt tækifæri til þess að mótmæla þessum óréttmætu kröfum ríkisstjórnarinnar að við berum ólögbundnar skuldir einkafyrirtækis. Almenningur í evrópu lítur til okkar með von um réttlæti, segjum nei við Icesave.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.