23.2.2011 | 08:27
Sagan er ekki öll sögð varðandi heildarskuldir sem falla á ríkið varðandi icesave, samþykki kjósendur lögin frá Alþingi
Gamma hefur greint heildarskuldavanda vegna icesave og segir að hann fari í 233 milljarða kr.
"Skuldaþol ríkissjóðs er komið á viðkvæmt stig. Heildarskuldir ríkissjóðs í lok desember 2010 námu rétt tæplega 1.300 milljörðum kr. og greiðsluferill þeirra er mjög framhlaðinn,þ.e. vegna mikilla afborgana á næstu 35 árum þarf að endurfjármagna þessar skuldir sem getur reynst dýrt og jafnvel erfitt. Ríkisábyrgðir nema um 1.350 milljörðum kr. og gera má
ráð fyrir aukningu á þeim vegna endurreisnar fjármálakerfisins. Þó ekki sé rétt að telja að þessar ábyrgðir með beinum skuldum ríkissjóðs eru þær skuldir fyrirtækja í eigu ríkisins og má gera ráð fyrir að þær muni falla á ríkissjóð í meira mæli en á árunum fyrir hrun. Þá eru ótaldar skuldir sveitarfélaga sem munu að einhverju leyti lenda á ríkissjóði. Ef með eru taldar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs upp á vel á þriðja hundrað milljarða króna má sjá að ríkissjóður er mjög líklega kominn í ógöngur.
Heildartekjur ríkissjóðs eru áætlaðar 472 milljarðar kr. (rekstrargrunnur) á árinu 2011 en útgjöld vegna vaxta nema um 75 milljörðum kr. eða um 16% af tekjum. Ekki má teljast ólíklegt að vaxtakostnaður muni hækka enn frekar þar sem lánsfjárþörf ríkissjóðs mun frekar aukast á næstu árum en hitt"
Ekki get ég séð að kjósendur hafi um annað að velja en koma viti fyrir Alþingismenn og hafna lögunum. Alþingismenn virðast hafa einkahagsmuna að gæta og vilja velta vanda einkareksturs yfir á almenning. Ragnar H Hall sagði í viðtali í Kastljósi í gærkveldi að Íslendingum bæri engin lagaleg skylda til að greiða skuldir vegna Icesave.
Sjá nánar á:
http://www.althingi.is/altext/139/s/pdf/0770.pdf
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.