23.2.2011 | 05:43
Starfsgreinasambandið hvetur til sundrungar meðal félagsmanna sinna
Samstaða bræðslumanna var ekki mikil hér á dögunum, greinilegt að Starfsgreinasambandið hefur ekki tekist að skapa samstöðu meðal félagsmanna sinna. En hvernig má það vera þegar félagið einbeitir sér að því að blanda sér í erfið pólitísk málefni. Ég vissi ekki betur en að hlutverk sambandsins væri að sameina verkalýðsfélög í baráttunni fyrir bættum kjörum og standa vörð um áunnin réttindi. Einnig að vera leiðandi afl innan verkalýðshreyfingarinnar og vettvangur umræðu um þróun samfélagsins í þágu launafólks.
Hvernig geta þeir þá mælt fyrir um slíkan kostnaðarauka sem icesave er, málefni sem hæstaréttalögmenn eru búnir að segja þjóðinni að henni beri ekki lagaleg skylda að greiða.
Hér eru menn að tala fyrir hagsmunum þeirra sem raunverulega eiga að borga icesave, því það eru þeirra hagsmunir að láta þjóðina borga brúsann. Okkur finnst sjálfsagt að geta farið til lækna og sent börn okkar í skóla. Keypt gjaldeyri til að ferðast fyrir, ef þjóðin þarf að greiða icesave eru slíkir hlutir skornir niður eða stórkostlega skertir.
Sinnið frekar ykkar hlutverki, hættið afskiptum af lýðræðinu í landinu, við almenningur erum á þessum tíma þakklát forsetanum fyrir að hafa heilbrigða skynsemi.
Hvernig geta þeir þá mælt fyrir um slíkan kostnaðarauka sem icesave er, málefni sem hæstaréttalögmenn eru búnir að segja þjóðinni að henni beri ekki lagaleg skylda að greiða.
Hér eru menn að tala fyrir hagsmunum þeirra sem raunverulega eiga að borga icesave, því það eru þeirra hagsmunir að láta þjóðina borga brúsann. Okkur finnst sjálfsagt að geta farið til lækna og sent börn okkar í skóla. Keypt gjaldeyri til að ferðast fyrir, ef þjóðin þarf að greiða icesave eru slíkir hlutir skornir niður eða stórkostlega skertir.
Sinnið frekar ykkar hlutverki, hættið afskiptum af lýðræðinu í landinu, við almenningur erum á þessum tíma þakklát forsetanum fyrir að hafa heilbrigða skynsemi.
Óviðunandi ábyrgðarleysi forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.