Færsluflokkur: Hugleiðsla

Gullkorn

Sérhverjum degi má haga svo sem væri hann síðastur allra og með honum væri ævin á enda.  Gefi okkur Guð í ofanálag einn dag enn, þá skulum við taka honum fagnandi.  Seneka

Gullkorn

Svo lengi sem lítil börn eru látin þjást, ríkir enginn kærleikur í heiminum.

ISADORA DUNCAN


Gullkorn

Ekki sá sem lítið á heldur hinn sem mikils kerfst er snauður
Seneka

Gullkorn

Beindu sjónum inná við! Þar finnur þú fyrir uppsprettæðar sem aldrei þrjóta og færa þér blessun, meðan þú heldur leitinni áfram.

Markús Árelíus.


Gullkorn

Tvöföldu lífi lifir sá sem einnig nýtur hins liðna.
Martíalis

Gullkorn

Sértu hygginn, þá skaltu blanda tvennu ólíku saman:  vonaðu ekki án efa og efastu ekki án vonar.
Seneka

Gullkorn

Treystu á það að þegar þrautanna tími er á enda, bíður þín betri tíð, björt og hamingjurík.
Própertíus

Gullkorn

Allt er hendingu háð, og vandséð hvar veiði er að finna; þarna sem þig varir síst liggur í leyni þín bráð.
Óvíd

Gullkorn

Ekkert er ofviða þeim sem elskar.
Síseró

Gullkorn

Hversu agnarlítið brot af endalausu ómæli tímans fellur ekki í hlut sérhvers okkar! 
Hve fljótt er það ekki að týnast í eilífðinni!  Hve smár er hann ekki þessi moldarköggull sem við ráfum um! 
Hygg að öllu þessu og einsettu þér að meta lítils allt annað en þetta tvennt: að breyta eftir leiðsögn náttúrunnar og að taka því sem að höndum ber.
Markús Árelíus


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband