Færsluflokkur: Hráfæði
6.6.2007 | 13:40
Borða hollt!
Sólveig Eiríksdóttir í Himneskri hollustu sendi mér þessa grein sem mig langar að miðla til ykkar.
Ég er með hugmynd fyrir ykkur sem viljið auka grænmetis og ávaxtaneyslu á einfaldan hátt. Ég er hér með 4 vikna plan fyrir ykkur:
Vika 1
Byrjið daginn með litlu vatnsglasi (svona 150 ml) og endurtakið síðan 2svar yfir daginn.
Þetta er allt og sumt sem þið gerið fyrstu vikuna, EN þó svo að þetta sé ekki flókið skiptir máli að gera þetta alltaf
Vika 2
Þegar þið eruð búin að skella í ykkur vatnsglasinu, fáið ykkur þá ávöxt/grænmeti eða ávaxta/grænan sjeik. Þetta er léttur og hreinsandi morgunmatur. Ef þið eruð ennþá svöng þá endilega borðið ykkar vanalega morgunmat, reynslan sýnir að með tímanum vill kroppurinn léttari morgunmat.
Ávaxtasjeik:
½ b vatn
1 b frosin eða fersk ber, t.d. hindber, bláber, jarðaber
1 banani (eða annar ávöxtur)
Allt sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt
Grænn sjeik:
1 b vatn
2 vænar lúkur af spínati* (100g)
½ avocado eða 1 banani
1-2 dl ferskt eða frosið mangó
Allt sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt
Vika 3
Borða 1 salatskammt daglega, gott er að byrja hverja máltíð á salatskammti og ef þú borðar salat á undan matnum örvar þú meltinguna og borðar minna
Grænt og gott salat
½ poki klettasalat*
50 g spínat*
1/8 agúrka, skorin í ská strimla
¼ gulrót, skorin í þunna strimla
1 tómatur í bátum
10 hálfsólþurrkaðir kirsuberjatómatar frá LaSelva
10 ólífur, t.d. frá LaSelva
1 msk sítrónusafi
2 msk ólífu og eða hörolía* eða 2 msk sítrónu ólífuolía frá LaSelva
2 msk furuhnetur* sem búið er að leggja í bleyti í 10-15 mín
Setjið furuhneturnar í bleyti og skerið niður grænmetið og setjið í skál, hellið vatninu af furuhnetunum og setjið þær útí og endið á að hellið olíunni yfir
- Ef það er afgangur af salatinu er frábært að setja það í blandara daginn eftir með smá vatni og einum banana og þá eruð þið komin með morgunsjeikinn
Vika 4
Í viku 4 ætlum við að bæta við grænu meðlæti. Við höldum inni græna salatinu og bætum þessu við. Græna salatið getur verið í hádeginu og þetta um kvöldið eða eins og ykkur hentar. Gærnt meðlæti passar með öllum mat, er t.d. frábært með grilli og alls konar kjöt og fiskiréttum. Á námskeiðinu hjá mér er þetta venjulega senuþjófurinn..... Þetta getur verið agúrkusalat, marinerað brokkolí, blómkálssalat og margt fleira. Hér erum við að skera niður grænmeti og ferskar kryddjurtir og setja smá marineringu ofan á og láta standa í um 10 mín. Það er upplagt að byrja á að búa þetta meðlæti til svo það fái að standa svo lítið. Mér finnst græna meðlætið vera sérstaklega vinsælt hjá köllum og krökkum ?
Brokkolí meðlæti
½ brokkolíhöfuð, skorið í lítil blóm
2 msk lífræn græn ólífuolía t.d. frá LaSelva
½ kúrbítur, skorinn í sneiðar og síðan hver sneið í tvennt
½ paprika, skorið í litla ferninga
2 vorlaukar, skorið í ská bita
1 msk smátt saxaður ferskur kóríander eða steinselja eða basil.Hellið ólífuolíunni yfir brokkolíið, skerið restina af grænmetinu niður og setjið allt í skál
Sósan
½ b hnetusmjör*
safinn úr 1 appelsínu
safinn úr 1 lime
2 hvítlauksrif
2-3 döðlur*
1-2 msk hörolía* eða lífræn ólífuolía
1 msk rifin fersk engiferrót
1 msk tamarisósa*
smá chilli eða cayenne piparAllt sett í blandara og hellt yfir salatið eða borið fram sér
Hráfæði | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007 | 12:36
Lifandi brauð
Ég borða ekki mat sem er eldaður en get bakað brauð með því að setja það í þurrkofn. Það tekur alveg sólarhring að baka brauðið, þau eru sérlega girnileg.
Malið 1 bolla af hörfræjum í þurrum blandara (eða í kaffikvörn)
bleitið út 1 bolla af hörfræjum (hægt að nota önnur útbleitt fræ með til tilbreytinga (en þurfa að vera smágerð)
Blandið í matvinnsluvél:
1 bolli vatn
1 stór laukur, saxaður
3 sellerístilkar, saxaðir
2 hvítlauksrif, meðalstór
2 tómatar (ef vill)
1 teskeið kúmenfræ
1 teskeið koríanderfræ
1 teskeið sjávarsalt
eitthvað til að sæta það með, t.d. 2 - 4 döðlur eða agave sýróp
Ég læt hörfræin liggja í bleyti að hluta og að hluta mala ég þau í deigið. Deigið á að vera límkennt en ekki þurrt.
Breiðið deigið með spaða út á plötur, úr þurrkofni eða aðrar plötur. Skiptið niður í ferninga af þeirri stærð sem óskað er. Má þurrka eins lengi og óskað er, hvort sem það á að vera mjúkt eins og brauð eða stökkt eins og kex, brauðið geymist lengur í ísskáp.
Hráfæði | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2007 | 20:48
Spíru-drykkur
5 dl frosin berjablanda, eða hindber, eða t.d. frosin rifs og sólber
2 mtsk hunang
allt sett í blender
Njótið!
Ath. spírusafinn bragðast líkt og mysa
Hráfæði | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2007 | 20:40
Kornsafi
Það sem þarf til er :
Glerkrukka
Grisja (eða gömul bleyja)
Teygja
Korn - heilt hveitikorn og heilt rúgkorn (bestur árangur næst með lífrænt ræktuðu korni)
Vatn
1. 2/3 bolli hveitikorn og 1/3 bolli rúgkorn eru þvegin og lögð í bleyti í ca. 12 klst.
2. Síðan er kornið látið spíra í 2 sólarhringa:
SPÍRUN: Kornið er skolað og sett í krukku sem er lokað með grisku og teygju. Krukkunni er hallað svo að allt vatnið leki úr henni. Þetta er endurtekið 2 x á dag í 2 sólarhringa eða þar til litlu spírurnar sem koma út úr frækorninu eru jafn langar og kornið sjálft.
3. Núna eru kornspírurnar settar í krukku með rúmlega helmingi meira vatni. Krukkunni er lokað með grisju og teygju. Krukkan er látin standa á eldhúsborðinu í 2 ½ sólarhring.
4. Vökvanum - Kornsafanum er hellt frá og hann settur á flösku eða í könnu og geymdur í ísskáp. Hann geymist í u.þ.b. vikur - 10 daga.
5. Hægt er að nota sömu kornspirurnar 2x í viðbót og er vökvinn í seinni skiptunum látinn standa í 1 ½ sólarhring á eldhúsborðinu.
6. Þegar hellt er af korninu í fyrsta skiptið er gott að láta nýjan umgang af korni í bleyti til að viðhalda framleiðslunni.
Þennan drykk er gott að drekka á fastandi maga. Einnig er þetta upplagður drykkur ca. ½ klukkustund fyrir mat til aðhjálpa til við meltinguna. Eins og fyrr sagði er konsafinn stútfullur af enzymun en þau ku vera leyndamálið á baki við eilífa æsku.
Hráfæði | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2007 | 14:25
Matur er mannsins megin
Ef maður fer að hugleiða það af alvöru hvað best er að láta ofaní sig, þá liggur beinast við að neyta aðeins matar sem er ekki soðinn. Við suðuna glatast næringarefni og ensím sem eru líkamanum nauðsynleg, líkaminn kallar líka á eftir næringaefnum, ekki kaloríum. Þeir sem hafa snúið sér að hráfæði komast að því að smátt og smátt minnkar magn matar sem líkaminn þarf til að viðhalda orku sinni. Einnig er það þannig að meltingarfærin þurfa að mynda slímhúð til að þola inntöku heitra rétta og drykkja, sem aftur hefur þau áhrif að meltingarvegurinn á erfiðara með að vinna úr fæðunni þau næringarefni sem er líkamanum nauðsynleg.
Uppáhalds hráfæðið mitt þessa dagana er pestó sem ég mauka úr sólþurrkuðum tómötum, ferskum tómötum, hvítlauk, döðlum og gulrófum. Ég borða þetta með avocado sem ég sker í tvennt og væti úr ferskum limesafa. Það er gott að raspa niður gulrætur með þessu, nota spínat eða eitthvað annað grænt grænmeti.
Ég drekk hvern dag ekki minna en 1,5 líter af stofuheitu vatni, en það getur verið tilbreyting að raspa út í það ferska engiferrót og börk af appelsínu og sæta það með agave sýrópi.
Hráfæði | Breytt 19.3.2007 kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)