Gullkorn

Víst er sá veikleiki algengur meðal manna að láta það sem er óvíst og óþekkt vekja sér bæði von og skelfingu.
Júlíus Sesar


Gleðilegt sumar, þegar frýs saman sumar og vetur segir þjóðtrúin.



Um leið og ég óska bloggvinum gleðilegs sumars og þakkar jákvæð og gefandi samskipti á liðnum vetri, þá langar mig að deila með ykkur því sem mér var sagt í æsku um hvað það táknar þegar frýs saman sumar og vetur.

Þá verður sumarið betra undir bú.  Það er ekki í þeirri merkingu að sumarið verði hlýrra en önnur sumur.  Þegar sumar og vetur frýs saman þá fer nýgræðingurinn seinna af stað og er til staðar þegar ærnar bera á vorinn.  Ærnar elta svo nýgræðinginn upp eftir fjallinu og ná þannig næringa besta grasinu langt fram á sumar.  Nytin úr þeim verður feitari og meiri allt sumarið, en bændur nýttu hana, gerðu úr henni skyr og smjör sem var geymt til vetrar.  Nú verða lömbin feitari og stærri þegar þeim er slagtað að hausti.


mbl.is Vor í lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullkorn

Öll list er tileinkuð gleðinni, og ekki er til neitt háleitara eða brýnna ætlunarver en að fjörga mannkynið.
Friedric Schiller.

Gullkorn

Listaverk ber að nálgast með óþrjótandi einsemd, en síst af öllu með gagnrýni.  Aðeins ástin nær á þeim tökum og er þeim sanngjörn.
R.M.Rikle

Gullkorn

Málarinn getur með pensli og litum skapað eitthvað sem gælir við augaðeins g tónlist við eyrað.
Leonardo Da Vinci

Gullkorn

Her sá sem heldur áfram að koma auga á  hið fagra eldist ekki.
Franz Kafka

Gullkorn

Öll mikil list er ekkert annað en kraftbirting sköpunarverksins, náskyld Guði og náskyld dýrum og blómum og óskyld slægð þessa heims.
Manfred Kyber.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband