Hver tekur við af Bush í október

Það kom svo sem ekki á óvart að Obama tæki við útnefningu sem forsetaefni, en það er vissulega spurning hvort það sé of stór biti fyrir BNA að kjósa sér þeldökkan forseta.  Það geta allir verið sammála að Obama er hæfileikaríkur og vel að því kominn að taka við sem forseti Bandaríkjanna.  Hann tæki þá við af forseta sem flestir geta verið sammála um að hafi staðið sig verr en aðrir forsetar Bandaríkjana hingað til.
mbl.is Obama fellst á útnefningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stelpurnar okkar!

Frábært hjá stelpunum, vonandi á þeim eftir að ganga vel í Evrópukeppninni, ekki dónaleg viðbót við fótboltasnillingana okkar.
mbl.is Íslenskur sigur á Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullkorn

„Það er ótrúleg gjöf að vera Íslendingur, Það eru bara 300 þúsund manns, sem hafa fengið þá gjöf.  Höldum áfram að breyta heiminum og virkja þá sköpunargáfu, sem býr í okkur og verum bara best."

Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins


Gullkorn í ljóði

Oft þó gleðjist andi minn,
aldrei hann þess nýtur.
Þó sólin aðra kyssi kinn
kuldinn hina bítur.

Gísli Ólafsson


Gullkorn í ljóði

Mig dreymdi um dýrlegt sumar
í dimmasta norðanbyl.
Þó sál mín syngi af gleði,
er sorgin mitt undirspil.
Davíð Stefánsson


Gullkorn

Mín reynsla er sú að hamingjuna finnur maður oft í smábútum, litlum mómentum, hér og hvar í dagsins önn. Maður skynjar hana hinsvegar hvorki, né upplifir, ef viðhorfið er ekki rétt.

Gullkorn

Ég segi menn boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgst mig, af því að vegirnir, sem þeir velja, er þeir koma hvaðanæva, eru mínir vegir.

Úr Bhagavad Gita


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband