25.12.2007 | 12:17
Gullkorn
Kenn þú mér, svo hugsanir mínar verði speki, tilfinningar mínar elska, og vilji minn verði kraftar. (úr ávarpi til meðlima Guðspekifélagsins eftir Annie Besant).
Hugleiðsla | Breytt 17.12.2007 kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2007 | 00:15
Sólstöður
sólstöður (sólhvörf), sú stund þegar sól kemst lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs. Sólstöður eru tvisvar á ári, á tímabilinu 20.-22. júní og 20.-23. desember. Um sumarsólstöður er sólargangurinn lengstur, en um vetrarsólstöður stystur. Breytileiki dagsetninganna stafar fyrst og fremst af hlaupársdögunum sem skotið er inn vegna þess að almanaksárið er ekki jafnlangt árstíðaárinu. Nafnið sólstöður vísar til þess að sólin stendur kyrr, þ.e. hættir að hækka eða lækka á lofti.
Í stjörnufræði eru sólstöður skilgreindar sem það augnablik þegar miðbaugslengd sólar er 90° eða 270°. Lengdin reiknast frá vorpunkti og munar litlu á þessari skilgreiningu og þeirri sem fyrr var gefin.
Í stjörnufræði eru sólstöður skilgreindar sem það augnablik þegar miðbaugslengd sólar er 90° eða 270°. Lengdin reiknast frá vorpunkti og munar litlu á þessari skilgreiningu og þeirri sem fyrr var gefin.
Þjóðtrú og veður | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.12.2007 | 23:39
Gullkorn
Þekking er huglausum manni jafn fánýt og blindum manni spegill. (úr Vedabókum).
17.12.2007 | 23:38
Gullkorn
Rétt eins og hjólið fer í för þess, sem dregur kerruna, fer þjáningin á hæla þess, sem talar eða gerir eitthvað af illum hug. (Dhammapada)
17.12.2007 | 23:37
Gullkorn
Vegna lítis ávinnings hlaupa menn langar leiðir, en vegna hins elífa lyfta margir ekki fæti frá jörðu. (Thomas Kempis).
17.12.2007 | 23:36
Gullkorn
Lærðu að vera tortygginn gagnvart þeim sem kenna þér að setja út á aðra. (Jesúita spakmæli).
17.12.2007 | 23:35
Gullkorn
Þögnin boðar hamingjuna best. Lítil væri hamingja mín, ef ég gæti sagt, hve mikil hún væri. (Shakespeare).