Gullkorn

Það sem er gull hjá einum er öðrum einskis virði.


Gullkorn

Ég skynja sumt, sé sumt og skil sumt, en tel mig hafa fullann skilning á öllu.


Gullkorn

Við upplifum sömu hlutina á mismunandi hátt eftir okkar eigin líðan.

Gullkorn

Ég segi alltaf sannleikann eins mikið og ég þori, og ég þori alltaf meira eftir því sem ég eldist..


Út um græna grundu á RUV

Ég fór í viðtal hjá Steinunni Harðardóttur um daginn, þar sagði ég henni frá persneskum teppum, en það er mikil ástríða mín að kynna mér þau.  Þau hafa sér langa sögu og eru ómetanlent handverk.  Viðtalið er á RUV ef ykkur langar að heyra það.

Gullkorn

Ég lofa ekki meiru en ég kemst upp með að svíkja.


Ár síðan ég byrjaði að blogga á mogga blogginu

Ég byrjaði að blogga 6.2.2007 og byrjaði að birta gullkornin 29.3.2007.  Ég hef haft mjög gaman af því að lít hérna inn en tíminn sem ég hef er lítill, sérstaklega eftir að ég byrjaði í skólanum í sumar.  Ég birti líka svolítið af ljóðunum mínum fyrst á blogginu og skrifaði um þjóðtrú.  Kannski tek ég upp á þessu þegar ég klára skólann, en það ætti að vera um næstu jól ef allt gengur að óskum.

Mig langar að þakka ykkur góðu bloggvinir fyrir skemmtilega viðkynningu, það eru bloggin ykkar sem gera moggabloggið svo skemmtilegt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband