Flugvöllurinn á að vera í Keflavík

 

Við eigum að nota Keflavíkurflugvöll og laga aðstæðuna á Sandskeiði fyrir einkaflug.  Það er fínt hátæknisjúkrahús í Reykjanesbæ sem er sjálfsagt að nýta betur eins og að taka á móti bráðatifellum sem kæmu með flugi utan af landi.

Mikil gróska er á "vellinum" þar er m.a. rekinn skóli sem nýtist allri landsbyggðinni, fínt að fljúga til Keflavíkur hvaðan sem er af landinu og keyra svo stutta stund í háskólaþorpið eða á sjúkrahúsið. 

Vegasamgöngur til Reykjavíkur eru að verða mjög góðar, ekki nema 40 mínúta akstur til Höfuðborgarinna. Það er ástæðulaust að setja flugvöll niður þar sem stöðugvandræða er von vegna veðurs.

Flugvöllur í svona miklu þéttbýli eins og í Reykjavík er varasamur og spurning hvenær við þurfum að horfast í augu við stórslys vegna hans.


mbl.is Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert mikill spekingur. Talar um að hafa næsta varaflugvöll fyrir Keflavík á Akureyri eða Egilsstöðum, eða jafnvel Glasgow. Það sýndi sig síðast í gær hve nauðsynlegur Reykjavíkurflugvöllur er. Þar lentu þotur Icelandair þegar ekkert gekk í Keflavík.

Svo er hugmyndin fyrir landsbyggðina að fljúga til Keflavíkur til þess að komast til Reykjavíkur alveg fráleit og myndu margir taka sterkara til orða. Flutningur Reykjavíkurflugvallar er að mínu mati það allra stórheimskulegasta sem hægt er að gera á Íslandi í dag.

Ingvar (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 19:52

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Hvað með Selfoss, það eru varla meira en 40 min þangað.

Björn Heiðdal, 26.1.2008 kl. 19:58

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sæll Ingvar, í þeim tilfellum sem ekki væri hægt að lenda í Keflavík er hægt að nota flugvöllinn á Sandskeið, það þarf bara að lagfæra hann til þess.

Björn flugvöllurinn á Selfossi er ekki í líkindum við þá aðstæðu sem er á Keflavíkurflugvelli.

Ester Sveinbjarnardóttir, 26.1.2008 kl. 20:19

4 identicon

Flugvöllur á sandskeiði mun aldrei getað tekið á móti stórum flugvélum einfaldlega vegna staðhátta þar í kring, þar að auki stendur hann það hátt að þegar KEF er lokaður er næsta víst að Sandskeið er líka lokaður, en á móti er BIRK(reykjavíkurflugvöllur) það lágt að hann getur verið opin.

Það er alltaf gaman að heyra fólk sem hefur ekki NEITT vit á flugi og flugöryggismálum vera að tjá sig um flug það eina sem kemur út úr þeim er einhver vitleysa.

Einnig vil ég benda á að mengun myndi stór aukast við að flytja flugið til kef, þoturnar yrðu þá að plana flugið miðað við aðra vara flugvelli og fara mun þyngri í loftið vegna aukins eldsneytis um borð, þá brenna þær meira eldsneyti og menga meira þarna yrði um umtalsverða mengun að ræða. miklu meiri mengun en fólk er að gera sér grein fyrir. það vill nefnilega til að BIRK og BIKF eru nánast aldrei lokaðir samtímis það er nánast alltaf hægt að lenda á öðrum hvorum þeirra, það myndi skerða flugöryggi um 25-30% að fella annan þeirra niður vél í vandræðum hefur ekki tíma til að fara norður eða austur.

jon (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 20:31

5 identicon

Einnig má benda á að sanskeið er við vatnsverndarsvæði, sem væri í hættu ef aukið magn eldsneytis er flutt um svæðið

jon (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 20:33

6 identicon

Flugvöllurinn fer til Keflavíkur eftir einhvern tíma .  Allavegana fer hann úr þessu dýrmæta byggingarlandi vatnsmýrinni.  það er engin spurning.

jonas (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 20:45

7 identicon

 

 

Flugvöllurinn á bara að vera þar sem hann er. það er nóg landrými sem hægt er að byggja á í grendinni við borginna, er ekki nóg umferðakraðakið í miðborginni?? á að auka umferðinna til muna með því að byggja í vatnsmýrinni?.

Að fara með flugvöllinn upp á Hólmsheiði, það yrði annar Gardermoenskandall.

Ég hef notað flugið mikið vegna atvinnvinnu minnar, og tala af reynslu, Reykjavík, Ísafjörður. Þetta er ekki eins og að hoppa upp í strætó. Oft er ekki hægt að fljúga vegna veðurs, eða tafir vegna veðurs.

Það er bara bull að flytja innanlandsflugið til keflavíkur.

sölvi (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 21:59

8 identicon

Ef flugvöllurinn á að fara úr Vatnsmýrini er gott að ákveða það strax svo hætta megi við að byggja hátækni sjúkrahús í Reykjavík og byggja það þá í Keflavík því það er ekki nema hvað c.a. 40 mínútna akstur úr Reykjavík til Keflavíkur.

Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 22:04

9 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég er búin að liggja í þvílíkri flensu að ég hef ekki litið inn á bloggið. En auðvitað þarf að taka ákvörðun um það hvar flugvöllurinn verður eins og Ómar bendir á.
Þó svo að flugvélarnar þurfi meira eldsneyti við það að fljúga til Keflavíkur, er það oft þannig að fólk er að halda áfram för sinni á erlenda grundu, og sparast þá ferðalög og mengun sem því fylgir.

Öflugir flugvellir eru lausnin, ekki það að viðhalda slysagildru í miðbæ Reykjavíkur.

Ester Sveinbjarnardóttir, 27.1.2008 kl. 22:32

10 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Hvernig er þetta í Kaupmannahöfn?Kv.kokkurinn

Guðjón H Finnbogason, 3.2.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband