Mikil fyrirhöfn og leit skila árangi á endanum.

Það er auðvitað ekki við hæfi að spyrja hver ber kostnaðinn af leitinni frekar en þegar björgunarsveitarmenn leita að fólki í lífsháska.  Menn virðast margir meta líf gæludýra til jafns á við mannslíf, sem hefði þótt kynleg frétt í minni sveit á uppvaxtarárum mínum.

Ég vona svo sannarlega að drengurinn sem var ásakaður um morðið á dýrinu eigi eftir að spjara sig vel í lífinu og allir hlutaðeigandi hafi lært eitthvað á þessu öllu.

Það er jákvætt að dýrið skuli nú loksins komið til síns heima.


mbl.is Lúkas kominn heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Okkkkkkyyyy! þá er þessi ljóti ( mínskoðun) rakki komin í hús, alla vegna þá var ég alin upp þannig að dýr eru drepin ekki myrt, veit ekki með ykkur eða ykkar uppeldi. það er að segja mannfólk DEYR en dýr DREPAST, jú þó ég sé með ofnæmi fyrir ÖLLU sem er með feld ( þar á meðal ég) þá er gaman af þeim þessum blessuðu ferfætlingum og vil ég benda fólki á að það er hægt að hafa þau í bandi eða ekki að láta djásnin fara úr sínu sjónar sviði eins og með börn, alla vegna þá er ég glaður að rakkin er kominn heim og líka að strák greyið fái opinbera afsökun frá mannorðs morðingjum hellst að hann fái borgað fyrir tekjutap og vinnutap líka

ath. þetta er mín skoðun og líka að rétt að  minna á að fólk er myrt og deyr en dýr eru hreinlega drepin 

Gísli (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 14:56

2 identicon

Held það sé ekki mikið mannorð sem þessi drengur á eftir endurheimta. Eftir að hafa skoðað þessu síðu hjá honum meðan óveðrið stóð sem hæst, sýndist manni að hann væri ekki merkilegur pappír.

Birkir (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 15:04

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sæll Gísli, ég þekki þessa greining sem þú gerir á milli dýra og manna, en málið er að fólk lítur á gæludýrin sín ein og þau væru börnin þeirra.  Það er þróun sem við getum ekki neitað.

Sæll Birkir.  Þegar menn verða fyrir árásum líkt og þessi 16 ára drengur, er ekki hægt að vænta mjög þroskaðara viðbragða, hann hefur þá vinninginn vegna þess að á árum er hann ungur og mun væntanlega bæta þroska við sig með árunum.  Eitthvað sem árásarmenn hans hefður betur gert. 

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.7.2007 kl. 15:12

4 identicon

Ester mig langar að benda þér á að "barnið" er 21 árs en ekki 16 og á þessum árum skipta þessi fimm máli (eða ættu að gera það)

Við íslendingar þurfum að fara að koma úr moldarkofum í hugarfylgsna okkar!

Hundar eru ekki lengur tengdir lögbýlum, þeir eru mjög algengir í þéttbýlum! Fólk verður að fara að átta sig á þessu!

Kolbrún (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 15:59

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Kolbrún, það hefur komið fram í fréttum að drengurinn sem var ofsóttur af fólki sem er komið úr moldarkofunum er 16 ára.  Ég veit ekki hvaðan þú hefur aðrar upplýsingar en svar þitt lýsir miklum hroka, það hefur enginn á mínu bloggi verið að tala um að hundaeign eigi að vera bundin við lögbýli!  En aftur hefur verið bent á það að hundaeigendur sem tengjast fréttum af Lúkasi virðast gefa lífið fyrir líf fólks og finnst það léttvægt að ráðast á saklaust fólk að ósekju og dæma það sem dýraníðinga án þess að fótur sé fyrir þeim ásökunum.  Það að hóta fólki lífláti er mjög alvarlegur hlutur og varð til þess að drengurinn sem um ræðir gat ekki stundað sína vinnu, en á atvinnu er einstaklingur háður öðrum um lífsviðurværi.

Mér finnst ekki réttlátt að setja alla hundaeigendur undir sama hatt og þá sem tóku að sér að vera dómstólar götunnar. 

Ester Sveinbjarnardóttir, 24.7.2007 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband