Það er auðvelt að týna sér í Borgarfirðinum

Þegar sumarið er á hátindi sínum er fátt unaðslegra en að getað skellt sér í göngu kringum Bifröst.  Ég fór í dag í stutta göngu um 30 mínútur út frá háskólaþorpinu og gekk umhverfis litlu Brók.  Það var að vísu frekar tafsamt, þar sem þaktar blábera, aðabláberja og krækiberja þúfur freistuðu göngugarpa.
Heit golan gældi við mig og bægði frá mesta hitanum sem hafði sprett út svitanum og gert mína hvítu húð enn hættara við sólbruna.  Ég verð alltaf að vera á varðbergi þegar sólin er annars vegar.  Ég er reyndar orðin fagur brún, þó ég sé það ekki í samanborið við aðra.  Ég þarf ekki annað en að taka niður úrið og þá blasir við málarahvít húðin sem ber þess glöggt merki um að ég sé af hinum hvíta kynstofni :)
Fólki finnst ég almennt ekki taka vel lit, en það er í raun mikil vitleysa, ég er mjög fljót að skipta í þann rauða, sem er mun sterkari litur en sá brúni sem svo mikið er sótt eftir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

He he.. já ég frétti af þér frá þínum unga manni þ.e. hvar þú værir stödd.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.8.2008 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband