Góð páskagjöf frá frænku minni

brandur_ingimundarson_6.2.1863

Klara Andrésdóttir, sendi mér þessa mynd af langafa mínum Brandi Ingimundarsyni.  Brandur langafi var fæddur í Eyvindarhólasókn, Rang. 6. febrúar 1863 eða 100 árum undan mér.  Hann lést 73 ára þann 16. októer 1936.  Árið 1890 giftist hann langömmu minni Guðrún Jónsdóttur fæddí Káltatjarnarsókn, Gull. 19. janúar 1858 og lést þann 20. ágúst 1899, hún lést aðeins 41 árs og lét eftir sig 5 lifandi börn en tvö höfðu þau misst.
Ingimundur afi minn var fæddur 9. ágúst 1889 og var því aðeins eins árs gamall þegar móðir hans dó.
Brandur langafi minn þurfti að láta öll börnin frá sé í fóstur, en hann giftist aftur þann 10.08.1902, Jóhönnu Jónsdóttur (1858 – 1960)
Þau áttu saman 4 börn, eitt þeirra dó aðeins árs gamallt.  Þetta fólk mitt hélt vel saman hópinn og var ég svo lánsöm að kynnast þeim í æsku minni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Je minn en gaman Ester, að fá mynd af langafa, ég sem er að drukkna í gömlum myndum núna.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.3.2008 kl. 23:40

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég á mikið af svona gömlum myndum af öfum og löngum, rosa gaman að því finnst mér.  Kær kveðja til þín elsku Ester.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 23:47

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sæl Gunna.  Það væri gaman að fá mynd af langömmu líka, það var líka alltaf mynd af afa þínum hangandi uppi.  Mynd sem hann gaf bróður sínum einhvern tíman, þú hlítur að muna eftir henni.

Takk Ásdís mín, það er gaman að skoða ræturnar, kær kveðja til þín.

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.3.2008 kl. 23:49

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já já ég man eftir henni en ég er með fína mynd af honum sennilega þá sömu sem kom í safni ömmu utan úr Eyjum í gosinu. Já það væri gaman að fá mynd af langömmu það er alveg satt, ég man ekki eftir að hafa séð slika mynd.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.3.2008 kl. 00:02

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það hefur vafalítið verið til mynd af henni frá því hún var hjá foreldrum sínum í Kotvogi, en það gæti líka hafa verið tekið mynd þegar þau giftu sig.

Ester Sveinbjarnardóttir, 24.3.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband