Ef vits er vant

Hér getur maður ekki annað en leitt hugann að því hvort ástæða hefði ekki verið til að samfélagið hugsaði um mann sem er svona greindarskertur.  Megin reglan er sú að greindarskert fólk er meinlaust og hrekklaust, jafnvel kemur það fyrir að þeir eru misnotaðir af þeim greindari.  Þessi maður hefur greinilega ekki getað höndlað fíkn sem hefur gripið hann  með þessum skelfilegum afleiðingum sem nístir hjarta sérhvers siðaðs manns inn að beini.  En dauðarefsins er vald sem engin maður ætti að taka sér, hefndin er ekki lausn fyrir þá sem missa og bera harm í hjarta, heldur skulu menn leitast eftir því að fyrirgefa þeim sem veit ekki hvað hann gjörir.
mbl.is Dæmdur til dauða fyrir að nauðga og myrða níu ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Atladóttir

Þó maðurinn sé greindarskertur þá hafði hann misnotað börn undanfarin 30 ár. 

Hann læddist inn um nótt, rændi barninu, nauðgaði því og hélt því heima hjá sér í 3 sólahringa, faldi sig þegar lögreglan bankaði hjá honum og gróf svo stúlkuna lifandi !  Mér er eiginlega alveg sama þó hann sé greindarskertur hann á algjörlega skilið dauðarefsingu. Hann vissi alveg hvað hann gerði, hann vissi að það var rangt og hann reyndi að fela það eftir á.

Kristjana Atladóttir, 25.8.2007 kl. 08:40

2 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Sammála Kristjönu.

Þarna var um ekkert annð að ræða en drepa skrímslið.  Hann hefði hvort eð er verið myrtur í fangelsi.  Sumt er bara ekki hægt að fyrirgefa og dauðarefsingin er ekki hefnd í þessu tilfelli heldur réttlæti. 

Örvar Þór Kristjánsson, 25.8.2007 kl. 09:23

3 identicon

Ég horfði í gær á hluta af réttarhöldunum sem gengu aðallega útá að sýna ömmu og pabba barnsins hlusta á meðan verið var að lýsa nauðguninni og hvernig hann klæddi stelpuna í ruslapoka áður en hann gróf hana lifandi.

Ég veit ekki hvar fyrirgefningin ætti að koma þarna... og hann var ekki það greindarskertur að hann reyndi að hylja slóð sína í þessu máli.

Vilberg (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 10:04

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég get aldrei tekið undir það sjónarmið að dauðarefsing sé réttlætanlegt, öll morð eru viðbjóðsleg og sýna mikla siðblindu þess sem fremur morðið.  Það gefur okkur ekki leyfi til að fremja sjálf morð, slíkt er jafn viðbjóðslegt þó það komi frá hálfu dómsvaldsins.  Það að maðurinn var greindarskertur og hafði framið glæpi áður átti að vera aðvörun til samfélagsins um að hann væri hættulegur umhverfi sínu.  Það er alkunna að menn með fulla greind fremji sambærilega glæpi, þrátt fyrri að þeir hafi meiri möguleika greindarlega séð að leita sér hjálpar til að yfirvinna fíkn sína sem þeim er full ljóst að steypi aðeins þeim og meðbræðrum þeirra til glötunar.  Ég er ekki að segja það að þroskahamlaði maðurinn hafi ekki vitað af því að hann hafi verið að gera rangt og ekki segja að hann hafi bakað sér friðhelgi með sinni þroskahömlun.  Heldur það að samfélaginu hefði mátt vera það ljóst að hann þyrfti hjálp og bregðast yrði við ástandinu svo aðrir borgarar væru ekki í hættu af hans völdum.  Ég er ekki að vorkenna manninum að eins að benda á að samfélagið brást barninu og aðstandendum þess í þessu máli og við þau er að sakast ekki manninn sem um ræðir.  Það að fangar taka að sér að vera dómarar götunnar er ekki réttlæting þess að opinberir aðilar fremji morð eða að samfélagið felið öðrum að drepa í umboði þess.

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.8.2007 kl. 12:30

5 identicon

Er ekki hlynntur dauðarefsingum í röðum en þetta tekur alveg botninn úr. Geri þetta mig að ósanngjörnu dómsvaldi götunnar og hluta af samfélagi sem bregst? So be it !!! Þetta gerir mig dofinn og tilfinnigalausann gagnvart geranda og adrenalínið fer af stað.

Símon (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 14:04

6 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Ester, ertu þá að segja að samfélagið hefði átt að grípa inní og loka þennan mann inni alla tíð?  Annar möguleiki er ekki fyrir hendi því þessir menn læknast ekki af þessum "fíknum" sínum....  það að hafa þá fíkn að nauðga og drepa 10 ára gamalt barn er að mínu mati viðurstyggð, og ætti að taka þann aðila úr umferð.  Hvort sem um er að ræða, drepann eða lokann inni.  Drepann er hreinlega betri lausn, fyrir samfélagið og fyrir hann.

Örvar Þór Kristjánsson, 25.8.2007 kl. 17:45

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta eru og verða erfið mál.    Vona að allt gangi vel í skólanum og kær kveðja til þín bloggvinkona. 

Ásdís Sigurðardóttir, 25.8.2007 kl. 22:20

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mér finnst hann hafa átt dauðarefsinguna fyllilega skilið. Liggur við að ég segi að aftakan hefði átt að vera eins og sú sem hann bjó litlu stúlkunni.

Svava frá Strandbergi , 26.8.2007 kl. 01:19

9 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Eftir fréttum að dæma var maðurinn búinn að brjóta af sér æ ofaní æ, og þess vegna eðlilegt að hann væri ekki frjáls ferða sinna eða í það minnsta undir miklu eftirliti.  Íslenska réttarkerfið hafnar dauðarefsingum sem betur fer, því þó svo að maður sé dæmdur til dauða af dómstólum þá er fullnusta dómsins engu öðruvísi en morð sem framið er af atvinnumanni.  S

Ester Sveinbjarnardóttir, 26.8.2007 kl. 06:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband