Lítill drengur ljós og glaður

Þessi börn, þau eru óborganleg.  Ég á 3 stráka, þessi minnsti 8 ára var að spyrja mig hvort ég elskaði hann eða þann elsta meira.  Ég sagði honum að þegar maður væri mamma elskaði maður öll börnin sín jafn mikið.  Honum fannst þetta skrítið, því auðvitað átti ég að elska hann mest, en jú mömmur eru svo góðar svo það gat staðist.  Svo spurði hann miðju bróður sinn, hvort heldur þú að mamma elski mig eða þig meira.  Sá stóri sagði að það væri bara ekki spurning, "auðvitað elskaði hún mig mest". 

Sá stutti gat ekki annað en flissað yfir því hvað sá stóri vissi lítið í þessum heimi um mömmur.LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislega saga - kannast við þessar spurningar ... og svörin

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 12:27

2 Smámynd: Agný

Gullkornin falla oft af munni barnanna okkar... Minn yngsti spurði mig þegar hann var 4 ára að mig minnir, hvort ég yrði mamma hans þegar hann fæddist næst  og svo hvar ég hefði verið á meðan hann var hjá Guði...Ef þetta er ekki merki um fyrrilíf og framhaldslíf ja þá veit ég ekki hvað það er..En hann vissi alveg ótrúlegustu hluti og spurði um frá 3-6 ára aldurs, hluti sem hann gat engan veginn vitað um og setti mann oft á gat. Þeir voru að vísu allir 4 mikið að pæla í dauðanum, Guði og það þokkalega djúpt. Ég var svo sem svona sjálf í sambandi við sömu mál.....

Agný, 27.6.2007 kl. 12:29

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Til hamingju Ester, er ekki frábært að vera mamma.

Georg Eiður Arnarson, 27.6.2007 kl. 14:24

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Takk Georg, ég held að ekkert geti komið í stað þess, sennilega er það sama með föðurhlutverkið, eitthvað sem ekki er hægt að lýsa með orðum að fullu.

Ester Sveinbjarnardóttir, 27.6.2007 kl. 14:56

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Börnin okkar eru upp til hópa yndislegar verur, stundum veltir maður fyrir sér hvor kenni hvorum ?

Ásdís Sigurðardóttir, 27.6.2007 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband