Móðir jörð.

Sonur minn spurði mig áhyggjufullur í dag hvort tré væri lifandi.  Jú það er rétt sagði ég. En þau eru ekki með heila, sagði hann.  Jú mikið rétt sagði ég.  Og þau eru ekki með munn og geta ekki talað, hélt hann áfram.  Já það er rétt, og ég horfði á lifandi laufið sem við vorum að brenna.  Ég var að klippa kalkvisti af trjánum og hafði óvart klippt lifandi lim með.  Hvað er þau geta talað og auðvitað á maður ekki að brenna sprekin, heldur leyfa þeim að hverfa aftur til jarðarinnar.  Mín skoðun er sú að við eigum öll að vera mjög ábyrg í meðferð okkar á jörðinni, við eigum að byrja á okkur og heimili okkar og síðan fikra okkur áfram í umhverfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Allt byrjar þetta inn á heimilinum, svo er bara spurning hvernig við förum með það vald sem okkur er falið, þ.e.a.s. að ala upp góða einstaklinga sem fara vel með líf sitt og land og eru öðrum góðir. Ég hef reynt að vanda mig og er viss um að eins er með þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.6.2007 kl. 21:33

2 Smámynd: Agný

Við getum ekki haldið áfram að þrautpína móðir jörð  og ætlast svo til þess að hún svari ekki til baka.. Það er ótrúlega mikill sannleikur og viska sem börnin okkar búa yfir og oft kenna þau okkur meira en við þeim. 

Agný, 25.6.2007 kl. 00:05

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sælar.  Börnin hugsa svo mikið með hjartanu, sjá innsta kjarnan í þessu öllu.  Við gleymum okkur stundum gerum hluti sem að vel athuguðu máli er eitthvað sem við vitum innst inni að hentar ekki jörðinni og umhverfi okkar.

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.6.2007 kl. 00:39

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Synir mínir eru aldir upp við að bera virðingu fyrir gróðri og dýrum og fólki að sjálfsögðu. Þeir skemma aldrei gróður og henda ekki rusli á víðavang, og það pirrar þá þegar vinir þeirra gera það svo þeir reyna að koma fyrir þá vitinu Einu sinni vorum við að horfa á mynd um bílakappa sem trylltu um allt í eltingaleik. Þeir keyrðu yfir girðingu og yfir runna og þá sagði annar strákurinn minn þá 6 ára.........Sjá hvernig þeir fara með vesalings trén Þeir hafa aldrei viljað lifandi jólatré, finnst ljótt að vera að höggva þau niður til að nota sem skraut í smá tíma og svo deyja þau

Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.6.2007 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband