Fyrsta sárið.

Hann litli minn er 8 ára, svo bjartur og fagur ásýndum.  Hann hefur alltaf verið með afbrigðum varkár og gætt vel að hvar hann stígur niður fæti.  Ég áttaði mig þó ekki á því fyrr en í fyrradag að hann hefur aldrei fengið sár.  Hann hringdi í mig var þá staddur í sundlauginni í Mosó með skátunum.  Hann sagði mér að hann hefði gengið rösklega og rann í sleipu og fékk skurð á mjóalegginn.  Það þurfti að sauma 3 spor.  Blóðið hafði fossað niður og hann tók þessu eins og hetja, enginn grátur eða óhemjulæti.  Læknirinn sem saumaði hann gaf honum 10 í einkunn, en það ku vera hæðstu einkunn sem barni hefur verið gefið við svona aðstæður.  Í verðlaun fékk hann 3 vatnsblöðrur og nammi.

Þegar við svo mættu hjá skátunum í morgun, beið hans móttökusveit, börnin sem eru með honum á námskeiðinu komu að fagna hetjunni, þessum sterka og stóra strák sem stendur af sér byltur heimsins.  Þau spurðu í kór hvort hann fyndi mikið til, hvort þetta hefi ekki verið rosalega vont, hvort það væri í lagi með hann og hvort þau mættu ekki bera pinkla hans, því í dag var farið í útilegu.  Þegar þau komu að bílhurðinni kallaði einn upp háum rómi!  "ertu með barnabílstól Bjarki", fannst það greinilega ekki hæfa hinni svölu hetju að ferðast um í barnabílstól.  

Þessi umræða kom upp um daginn hjá Bjarka, hann vildi hætta að nota stólinn "Væri orðinn svo stór"  Ég með móðurlegum umtölum mínum fékk hann til að endurskoða málið.  "Er ekki gott að sjá út úr bílnum þegar þú situr í stólnum", jú það fannst honum og stóllinn hélt velli. 

Nú er spurningin hvað verður þegar hann kemur heim úr útilegunni. 

Svart hvíta hetjan mín... hvernig ertu í lit? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já hugsa sér, maður með mönnum, samt tilbúinn að vega og meta hlutina he he..

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.6.2007 kl. 01:19

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gaman að lesa þetta Ester. Yndislegur drengur sem þú átt

Hvað áttu marga stráka?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.6.2007 kl. 17:02

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sæl Margrét, ég á 3 eins og þú ;)  Einn sem verður 21 í haust, annan 17 og svo þetta litla ljós ;)

Ester Sveinbjarnardóttir, 22.6.2007 kl. 17:58

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ester mín. Ég á tvo stráka Eldri að verða 22 og yngri 18.  Reyndar á ég svolítið í einum eins árs sem yngsta systir mín á. Tók á móti honum þegar hann fæddist

Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.6.2007 kl. 23:50

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Já nú man ég, svo bætti ég einum við, vorum einu sinni eins, þú bara einu ári á undan mér, svo bráðþroska. 

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.6.2007 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband