Hvernig klippa á neglur á fólki.

Foreldrar mínir voru að rifja það upp hvernig neglur á fólki og hófa á hestum voru klipptar eða skornar í þeirra ungdæmi.  Það mátti alls ekki klippa nöglina í heilu lagi, það varð að búta hana niður í þrennt, því annars var hún notuð í skipið Naglfara, en það er skipið sem flytja átti hina dauðu við Ragnarrök til Heljar. 

Eins gott að skipið væri of lítið, þá væri séns á því að einhverjir slyppu við förina, lengi hafa staðið eftir mýtur frá Ásatrúnni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég man að mamma sagði að neglur mætti ekki klippa í heilu lagi því Andskotinn smíðaði sér skip úr afklipptu nöglinni, aðeins öðruvísi útgáfa af mýtunni. Hún sagði líka að því hefði verið trúað að börn mættu aldrei ganga afturábak, því þá gengu þau móður sína í gröfina.

Svava frá Strandbergi , 15.6.2007 kl. 00:18

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hvað segirðu ? Þetta hef ég ekki enn heyrt þótt ýmislegt hafi maður nú lesið um og grúskað .

Fróðlegt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.6.2007 kl. 00:40

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sæl Guðný, þau sögðu það reyndar líka að skrattinn smíðaði skip úr nöglunum, en það sem mér fannst svo fróðlegt var að þetta tengdist Ásatrúnni.  Foreldrar mínir eru fæddir 1926 og 1933.

Já Gunna mín, ég veit að þú grefur ýmislegt upp í grúski þínu, en hissa að þú hafir ekki heyrt pabba þinn tala um þetta. 

Ester Sveinbjarnardóttir, 15.6.2007 kl. 07:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband