1. Maí, Verkalýðsdagurinn / Tveggjapostulamessa / Valborgarmessa

verkalýðsdagurinn, einnig kallaður hátíðisdagur verkamanna og baráttudagur verkalýðsins. Löggiltur frídagur á Íslandi síðan 1966. Dagsetning verkalýðsdagsins á uppruna sinn í samþykkt alþjóðaþings sósíalista árið 1889, sem valdi deginum heitið "alþjóðlegur verkalýðsdagur". Í Bandaríkjunum og Kanada er  haldið upp á verkalýðsdag (Labor Day) fyrsta sunnudag í september. Hugmyndin um að heiðra verkamenn á þennan hátt var sett fram í Bandaríkjunum árið 1882 og fyrstu lagaákvæðin voru sett þar árið 1887. Í Ástralíu og Nýja-Sjálandi er haldið upp á verkalýðsdag í október.  tveggjapostulamessa,messa til minningar um postulana Filippus og Jakob Alfeusson. Valborgarmessa, messa til minningar um enska nunnu, Valborgu, sem gerðist abbadís í Heidenheim í Þýskalandi á 8. öld. Fólk hét á Valborgu til verndar gegn göldrum, og í Þýskalandi  var það útbreidd trú að galdrakonur kæmu saman kvöldið fyrir messudaginn (Walpurgisnacht).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

 menntaskóla sat ég við hlið Valdísar en ég heiti Vilborg.  Einn kennarinn kallaði okkur alltaf Valborgu- BÁÐAR!

Vilborg Traustadóttir, 1.5.2007 kl. 14:51

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Hann hefur greinilega þurft vernd gegn göldrum. ;)

Ester Sveinbjarnardóttir, 1.5.2007 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband